Næsta PlayStation kölluð "Orbis" 29. mars 2012 22:30 Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. mynd/sony Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér. Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið
Tæknifréttasíðan Kotaku greindi frá því fyrr í vikunni að næsta PlayStation leikjatölvan verði kölluð „Orbis." Síðan ræddi við óþekktan heimildarmann hjá Sony. Hann heldur því fram að leikjatölvan verði margfalt öflugri en PlayStation 3. Þannig mun leikjatölvan styðja upplausn allt upp í 4096x2160. Afar fá sjónvörp styðja slíka upplausn. Tæknifyrirtækið Toshiba hefur þó hafið þróun á slíku háskerpu sjónvarpi og er búist við að fleiri fyrirtæki eigi eftir að gera hið saman. Heimildarmaðurinn segir að leikjatölvan sé kölluð Orbis. Hann gat þó ekki staðfest hvort að þetta væri vinnuheiti eða raunverulegt nafn leikjatölvunnar. Þá er talið að nýja leikjatölvan muni ekki styðja notaða tölvuleiki. Talið var að Sony myndi kynna leikjatölvuna á E3 tölvuleikjaráðstefnunni í sumar en fulltrúar fyrirtækisins hafa staðfest að svo er ekki. Samkvæmt Kotaku fer leikjatölvan í almenna sölu síðla árs 2013. Hægt er að nálgast umfjöllun Kotaku hér.
Leikjavísir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið