Ætla fjölmiðlar að velja forsetann? Ástþór Magnússon skrifar 10. apríl 2012 17:10 Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Lykillinn að raunverulegum lýðræðisumbótum liggur hjá fjölmiðlum sem í dag ráðskast með lýðræðið fyrir sérhagsmuni eigenda sinna eða valdaelítuna. Forsetaframboð mitt var sett fram sem áskorun til fjölmiðla að virða rétt þjóðarinnar að velja forseta í opnu og lýðræðislegu ferli. Leiðari Fréttablaðsins í dag þar sem fullyrt er að fjölmiðlar mismuni ekki frambjóðendum er gersamlega út í hött eins og sjá má af umfjöllun blaðsins um mitt framboð og svo framboð sem virðist gert út af klíkum bakvið fjölmiðlana og valdstjórnina. Fréttablaðið birti umfjöllun um forsetaframboð 5 apríl á 1.117.5 cm2 í grein með mynd ásamt heilsíðu umfjöllun um stefnumál frambjóðandans. Áhugavert í samanburði við 3 mars um mitt framboð í sama blaði. Agnarsmá 7x4.5cm klausa og nánast ekkert minnst á stefnumál mín sem eru þó fjölmörg og áhugaverð. Ég fékk 2,82% fersentimetra í blaðinu samanborið við annan frambjóðanda sem fékk hundraðfalt pláss að kynna sitt framboð. Er þetta mismunun? Við þurfum ekki að líta lengra aftur en til ofangreinds samanburðar og forsetaframboðs úr smiðju 365 og RÚV til að sjá vald fjölmiðlanna í hnotskurn. Fólkið sem stjórnar RÚV í dag vann áður fyrir eiganda 365 miðla eins og frambjóðandinn sjálfur. Framboðinu er meistaralega leikstýrt af leikstjóranum sem bjó til grínkarakterinn Silvíu Nótt og borgarstjórann Jón Gnarr. Það er hollt og nauðsynlegt lýðræðinu að kryfja þetta til mergjar. Láti þjóðin viðgangast að ráðskast sé með lýðræðið eins og Íslenskir fjölmiðlar gera nú, er hætt við að málskotsréttur forseta verði misnotaður. Fjölmiðlar geta stýrt skoðanamyndun um einstaka frambjóðendur rétt eins og einstaka málefni. Það er engin tilviljun að valdaklíkur hreiðra um sig í stjórnum fjölmiðla og gera út forsetaframbjóðanda. Í aðdraganda forsetakosninga árið 1996 talaði ég um að færa valdið í auknum mæli til fólksins. Fyrstur manna sagðist ég vilja hefja slíka lýðræðisþróun með því að virkja málskotsrétt forseta í öllum meiriháttar deilumálum. Svokallaðir álitsgjafar voru þá dregnir fram í ríkisfjölmiðlunum til að segja að þetta væri ekki hægt því engin hefð væri fyrir slíku inngripi forseta. Sitjandi forseti notaði málskotsréttinn 8 árum síðar þegar kostunaraðilar framboðs hans (eigendur Norðurljósa-365 miðla) vildu með öllum ráðum stöðva fjölmiðlafrumvarpið. Stór mál m.a. Kárahnjúkar, öryrkjamálið og fyrstu Icesave lögin fóru hinsvegar í gegn með samþykki forseta. Það var ekki fyrr en eftir 15 ár í embætti þegar skoðanakannanir sýndu vaxandi óvinsældir forsetans að hann greip til þess ráðs að nota aftur málskotsréttinn. Ég nefni þetta hér til að fólk átti sig betur á því að sitjandi forseti hefur nýtt málskotsréttinn m.a. út frá sérhagsmunalegum sjónarmiðum. Ég vil að þjóðaratkvæðagreiðslur verði eðlilegur hlutur í lýðræðisþróun framtíðarinnar frekar en dramatískar leiksýningar. Ég hef bent á leiðir til að lækka kostnað við kosningar m.a. með því að nota hraðbankakerfið sem kjörklefa samhliða sérlausnum fyrir þá sem ekki komast í hraðbanka. Ég skora á fjölmiðla að veita nú öllum forsetaframboðum jafnan aðgang til að kynna sín stefnumál. Mín stefnumál eru aðgengileg á www.forsetakosningar.is Ástþór Magnússon - 10 apríl 2012 - www.forsetakosningar.is
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun