Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn 24. apríl 2012 06:00 Stjórarnir Pep Guardiola og Roberto Di Matteo. Nordic Photos / Getty Images Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira