Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 3-1 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Stjörnuvelli skrifar 8. maí 2012 18:45 Mynd/Stefán Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru meistarar meistaranna í íslenskum kvennafótbolta eftir 3-1 sigur á bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á síðustu mínútu hálfleiksins með marki markadrottningarinnar Ashley Bares. Valur komst inn í leikinn í seinni hálfleik og jafnaði metinn eftir aðeins átta mínútna leik. Stjarnan fór illa með færin í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var komið að Val að fara illa með færin sín. Valur átti bæði skot í stöng og slána á marki Stjörnunnar áður en Inga Birna Friðjónsdóttir skoraði eftir góða stungusendingu Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur á 72. mínútu. Átta mínútum síðar gerði Ásgerður svo út um leikinn af vítapunktinum en þó var enn nægur tími fyrir Val að skjóta yfir úr vítaspyrnu. Þar kristallaðist munurinn á liðunum í seinni hálfleik. Stjarnan nýtti færin sín á sama tíma og Valur fór illa með færin. Á heildina séð var sigur Stjörnunnar sanngjarn og liðið sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn. Valur hafði sigrað Meistarakeppni KSÍ fimm ár í röð þar til Stjarnan rauf sigurgöngu liðsins í kvöld en Stjarnan rauf einmitt fimm ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar. Þorlákur: Þetta féll með okkurMynd/Stefán"Við vorum mjög góðar í fyrri hálfleik svo var leikurinn svolítið skrítinn í seinni hálfleik. Hann opnaðist upp á gátt báðum megin. Bæði lið fengu mikið af færum en þetta féll með okkur í restina," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörunnar í leikslok. "Það er búið að vera mikið álag á báðum liðum og mikið af leikjum. Svo er leikur á sunnudaginn þannig að það er ekki allt á fullu en þetta var opið í seinni hálfleik og bæði lið fengu færi. "Við fengum töluvert af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað nýtt betur en við nýttum færin okkar í seinni hálfleik betur. Mér fannst við missa einbeitinguna í stöðunni 1-0 og svo aftur í stöðunni 3-1. Við fáum á okkur víti á klaufalegan hátt og duttum aðeins niður. Þessi leikur var ólíkur leikjum þessara liða. Það var meira kæruleysi yfir þessu en það hefur verið. "Ég held að áhorfendur hafi fengið skemmtun fyrir peninginn. Við fengum mörk og fullt af atvikum til að röfla yfir," sagði Þorlákur en Stjarnan vildi fá víti í stöðunni 1-1 þegar Adolf Þorberg Andersen aðstoðardómari flaggaði til marks um að brotið hafði verið á Ashley Bares í vítateig Vals en Leiknir Ágústsson dómari leiksins var ekki sömu skoðunar og dæmdi ekki víti. Gunnar: Valsliðið var andlaustMynd/Stefán"Mér fannst þetta ekki gott. Leikurinn var frekar hægur og Valsliðið var frekar andlaust í fyrri hálfleik. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og gerðum of mikið af mistökum," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals í leikslok. "Við náðum að hnýta svo sem nokkra hnúta í hálfleik en við gefum þeim tvö mörk og við vinnum ekki marga leiki með því að gefa tvö mörk," sagð Gunnar sem taldi hægan leik stafa af mörgum leikjum á stuttu tímabili á undirbúningstímabilinu. "Við fengum færi í seinni hálfleik en þegar þú gefur tvö mörk og átt skot í bæði slá og stöng auk þess að klúðra víti þá áttu ekkert skilið út úr leiknum," sagði Gunnar að lokum. Ásgerður: Bikurum líður vel hérnaMynd/Stefán"Það ljúft að lyfta bikurum og þeim líður vel hérna," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem gulltryggði Stjörnunni sigurinn með öruggu víti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. "Ég fylgi bara mínu innsægi og negldi boltanum á markið. Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þetta var jafnara í seinni hálfleik en heilt yfir vorum við betri," sagði Ásgerður að auki. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru meistarar meistaranna í íslenskum kvennafótbolta eftir 3-1 sigur á bikarmeisturum Vals í Meistarakeppni KSÍ í Garðabæ í kvöld. Stjarnan var 1-0 yfir í hálfleik. Stjarnan var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og komst verðskuldað yfir á síðustu mínútu hálfleiksins með marki markadrottningarinnar Ashley Bares. Valur komst inn í leikinn í seinni hálfleik og jafnaði metinn eftir aðeins átta mínútna leik. Stjarnan fór illa með færin í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik var komið að Val að fara illa með færin sín. Valur átti bæði skot í stöng og slána á marki Stjörnunnar áður en Inga Birna Friðjónsdóttir skoraði eftir góða stungusendingu Ásgerðar Stefaníu Baldursdóttur á 72. mínútu. Átta mínútum síðar gerði Ásgerður svo út um leikinn af vítapunktinum en þó var enn nægur tími fyrir Val að skjóta yfir úr vítaspyrnu. Þar kristallaðist munurinn á liðunum í seinni hálfleik. Stjarnan nýtti færin sín á sama tíma og Valur fór illa með færin. Á heildina séð var sigur Stjörnunnar sanngjarn og liðið sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn. Valur hafði sigrað Meistarakeppni KSÍ fimm ár í röð þar til Stjarnan rauf sigurgöngu liðsins í kvöld en Stjarnan rauf einmitt fimm ára einokun Vals á Íslandsmeistaratitlinum síðasta sumar. Þorlákur: Þetta féll með okkurMynd/Stefán"Við vorum mjög góðar í fyrri hálfleik svo var leikurinn svolítið skrítinn í seinni hálfleik. Hann opnaðist upp á gátt báðum megin. Bæði lið fengu mikið af færum en þetta féll með okkur í restina," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörunnar í leikslok. "Það er búið að vera mikið álag á báðum liðum og mikið af leikjum. Svo er leikur á sunnudaginn þannig að það er ekki allt á fullu en þetta var opið í seinni hálfleik og bæði lið fengu færi. "Við fengum töluvert af færum í fyrri hálfleik sem við hefðum getað nýtt betur en við nýttum færin okkar í seinni hálfleik betur. Mér fannst við missa einbeitinguna í stöðunni 1-0 og svo aftur í stöðunni 3-1. Við fáum á okkur víti á klaufalegan hátt og duttum aðeins niður. Þessi leikur var ólíkur leikjum þessara liða. Það var meira kæruleysi yfir þessu en það hefur verið. "Ég held að áhorfendur hafi fengið skemmtun fyrir peninginn. Við fengum mörk og fullt af atvikum til að röfla yfir," sagði Þorlákur en Stjarnan vildi fá víti í stöðunni 1-1 þegar Adolf Þorberg Andersen aðstoðardómari flaggaði til marks um að brotið hafði verið á Ashley Bares í vítateig Vals en Leiknir Ágústsson dómari leiksins var ekki sömu skoðunar og dæmdi ekki víti. Gunnar: Valsliðið var andlaustMynd/Stefán"Mér fannst þetta ekki gott. Leikurinn var frekar hægur og Valsliðið var frekar andlaust í fyrri hálfleik. Við gerðum ekki það sem við ætluðum að gera og gerðum of mikið af mistökum," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals í leikslok. "Við náðum að hnýta svo sem nokkra hnúta í hálfleik en við gefum þeim tvö mörk og við vinnum ekki marga leiki með því að gefa tvö mörk," sagð Gunnar sem taldi hægan leik stafa af mörgum leikjum á stuttu tímabili á undirbúningstímabilinu. "Við fengum færi í seinni hálfleik en þegar þú gefur tvö mörk og átt skot í bæði slá og stöng auk þess að klúðra víti þá áttu ekkert skilið út úr leiknum," sagði Gunnar að lokum. Ásgerður: Bikurum líður vel hérnaMynd/Stefán"Það ljúft að lyfta bikurum og þeim líður vel hérna," sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir sem gulltryggði Stjörnunni sigurinn með öruggu víti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. "Ég fylgi bara mínu innsægi og negldi boltanum á markið. Við vorum með yfirhöndina í fyrri hálfleik og þetta var jafnara í seinni hálfleik en heilt yfir vorum við betri," sagði Ásgerður að auki.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn