Hvers vegna Þóra? Inga Hrönn Stefánsdóttir skrifar 8. maí 2012 13:30 Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna. Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og kann honum bestu þakkir fyrir störf sín í mína þágu. En í sumar vil ég sjá breytingar og ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Hvers vegna? Jú það er kominn tími á breytingar og ekki bara breytinganna vegna. Ég vil sjá forseta sem er tilbúinn í slaginn til lengri tíma. Ekki bara í 2 ár eða hámark næstu 4 ár. Ég vil sjá forseta sem er ópólítískur svo embættið fari ekki að snúast um flokkapólítik og við séum í eilífri sundrung. Ég vil sjá forseta sem nær til ólíkra aldurshópa og getur sameinað þessa þjóð sem á í vandræðum eftir „hrunið". „Hvernig ætlar Þóra að sameina þjóðina" spyr fólk gjarnan. Ég treysti henni til að stappa stálinu í fólk, fá okkur til þess að horfa fram á við, breyta bölmóð í baráttu, svo við áttum okkur á því að það er hægt að halda áfram ef við vinnum öll að þessu markmiði í sameiningu. Hugarfarinu þarf að breyta. Þóra gerir það ekki fyrir okkur en hún getur hvatt okkur til þess. Sannur fyrirliði er alltaf einn af hlekkjunum í keðjunni en hann er samt sá sem fer fyrir sínu liði, heilsar upp á hitt liðið og býður það velkomið til leiks. Þóra hefur tekið á móti fólki í þáttum Kastljóssins um langa hríð, hún er sú sem er send á vettvang til að ræða við erlenda gesti úr öllum þjóðfélagshópum. Þóra hefur gert það með miklum sóma og því treysti ég henni til að koma fram fyrir hönd þjóðar okkar og gera það vel. Talað er um „veislustjóraembættið" á Bessastöðum. Ég veit ekki betur en að það sé hörkuvinna að vera veislustjóri, geta komið vel fram, verið vel inni í innlendum sem erlendum þjóðfélagsmálum. Við sem þjóð viljum alltaf líta sem best út í augum útlendinga. Við ættum þá að vera ánægð með glæsilegan frambjóðanda sem er tilbúinn að taka það að sér. Ég efast ekki um að Þóra myndi vinna það vel af hendi. Einnig er talað um barneignir Þóru, þ.e. hvað í ósköpunum hún sé að hugsa að ætla sér í kosningabaráttu með ungabarn í fanginu. Sérstaklega hef ég heyrt þessa umræðu frá yngri konum. Ég veit ekki betur en að þau séu tvö foreldrarnir sem bjuggu til barnið og koma tvö til með að sinna því. Konur hafa alltaf unnið mikið á Íslandi og ekki þurft að velja á milli þess að vera heimavinnandi eða skapa sér starfsframa, þær hafa gert hvoru tveggja því á Íslandi hafa þær val. Er ekki einmitt bara fínt að fá konu úr okkar röðum sem þekkir brauðstritið, uppeldið, hraðann í þjóðfélaginu og veit upp á hár hvað þessi venjulegi Íslendingur er að glíma við bæði fyrir og eftir hrun og bleiuskipti? Ef Þóra treystir sér persónulega í slaginn hvers vegna truflar það þá aðrar konur? Ég hugsa að hún fái frekar meiri tíma með barninu ef eitthvað, komist hún á Bessastaði - ekki síst með eiginmann sem hefur alið upp 5 börn þá hlýt ég að treysta því að hann kunni að hita pela! Ungur aldur Þóru er einnig umræðuefni. Gæti hún mögulega verið of ung? Of ung til hvers spyr ég. Er hún of ung til að tala fjölda tungumála sem hún kann reiprennandi nú þegar? Er hún of ung til að kynna land og þjóð sem hún hefur nú þegar gert sem leiðsögumaður?. Er hún of ung til að taka á móti þjóðhöfðingjum annarra landa eða of ung til að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim? Væri betra ef hún væri 43ja eða 52ja? Ef aldur er það sem flækist fyrir fólki þá bendi ég á að það er líka hægt að verða of gamall í embætti. Við megum ekki vera hrædd við breytingar því það eina sem kemur okkur út úr erfiðleikunum eru einmitt breytingar. Látum ekki hræðsluáróður villa okkur sýn, að þjóðin geti ekki verið án forseta sem þarf alltaf að passa okkur fyrir okkur sjálfum. Hættum að vera föst á sama stað og treystum okkur til að taka réttar ákvarðanir. Við þurfum einmitt nýjan forseta sem við trúum að geti breytt hugarfari þjóðar; forseta sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki. Þess vegna fær Þóra Arnórsdóttir mitt atkvæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Sjá meira
Það eru forsetakosningar í nánd sem hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Vorið er komið og margir mjög frambærilegir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. En hvers vegna eru þeir að bjóða sig fram á móti sitjandi forseta sem hefur átt farsælt starf? Getur verið að þjóðin vilji breytingar? Getur verið að þegar sitjandi forseti er kominn á eftirlaunaaldur sé kominn tími á breytingar? Getur líka verið að sú yfirlýsing forseta, að e.t.v. muni hann vilja losna undan embættinu eftir tvö ár, sé ástæða þess að ekki sé svo eftirsóknarvert að kjósa hann? Eða viljum við nýjar kosningar aftur þá og ætlum svo að kvarta yfir því hvað það sé dýrt að halda kosningar? Þessar spurningar leita á mig og urðu kveikja þess að ég sting niður penna. Ég kaus Ólaf Ragnar á sínum tíma og kann honum bestu þakkir fyrir störf sín í mína þágu. En í sumar vil ég sjá breytingar og ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur. Hvers vegna? Jú það er kominn tími á breytingar og ekki bara breytinganna vegna. Ég vil sjá forseta sem er tilbúinn í slaginn til lengri tíma. Ekki bara í 2 ár eða hámark næstu 4 ár. Ég vil sjá forseta sem er ópólítískur svo embættið fari ekki að snúast um flokkapólítik og við séum í eilífri sundrung. Ég vil sjá forseta sem nær til ólíkra aldurshópa og getur sameinað þessa þjóð sem á í vandræðum eftir „hrunið". „Hvernig ætlar Þóra að sameina þjóðina" spyr fólk gjarnan. Ég treysti henni til að stappa stálinu í fólk, fá okkur til þess að horfa fram á við, breyta bölmóð í baráttu, svo við áttum okkur á því að það er hægt að halda áfram ef við vinnum öll að þessu markmiði í sameiningu. Hugarfarinu þarf að breyta. Þóra gerir það ekki fyrir okkur en hún getur hvatt okkur til þess. Sannur fyrirliði er alltaf einn af hlekkjunum í keðjunni en hann er samt sá sem fer fyrir sínu liði, heilsar upp á hitt liðið og býður það velkomið til leiks. Þóra hefur tekið á móti fólki í þáttum Kastljóssins um langa hríð, hún er sú sem er send á vettvang til að ræða við erlenda gesti úr öllum þjóðfélagshópum. Þóra hefur gert það með miklum sóma og því treysti ég henni til að koma fram fyrir hönd þjóðar okkar og gera það vel. Talað er um „veislustjóraembættið" á Bessastöðum. Ég veit ekki betur en að það sé hörkuvinna að vera veislustjóri, geta komið vel fram, verið vel inni í innlendum sem erlendum þjóðfélagsmálum. Við sem þjóð viljum alltaf líta sem best út í augum útlendinga. Við ættum þá að vera ánægð með glæsilegan frambjóðanda sem er tilbúinn að taka það að sér. Ég efast ekki um að Þóra myndi vinna það vel af hendi. Einnig er talað um barneignir Þóru, þ.e. hvað í ósköpunum hún sé að hugsa að ætla sér í kosningabaráttu með ungabarn í fanginu. Sérstaklega hef ég heyrt þessa umræðu frá yngri konum. Ég veit ekki betur en að þau séu tvö foreldrarnir sem bjuggu til barnið og koma tvö til með að sinna því. Konur hafa alltaf unnið mikið á Íslandi og ekki þurft að velja á milli þess að vera heimavinnandi eða skapa sér starfsframa, þær hafa gert hvoru tveggja því á Íslandi hafa þær val. Er ekki einmitt bara fínt að fá konu úr okkar röðum sem þekkir brauðstritið, uppeldið, hraðann í þjóðfélaginu og veit upp á hár hvað þessi venjulegi Íslendingur er að glíma við bæði fyrir og eftir hrun og bleiuskipti? Ef Þóra treystir sér persónulega í slaginn hvers vegna truflar það þá aðrar konur? Ég hugsa að hún fái frekar meiri tíma með barninu ef eitthvað, komist hún á Bessastaði - ekki síst með eiginmann sem hefur alið upp 5 börn þá hlýt ég að treysta því að hann kunni að hita pela! Ungur aldur Þóru er einnig umræðuefni. Gæti hún mögulega verið of ung? Of ung til hvers spyr ég. Er hún of ung til að tala fjölda tungumála sem hún kann reiprennandi nú þegar? Er hún of ung til að kynna land og þjóð sem hún hefur nú þegar gert sem leiðsögumaður?. Er hún of ung til að taka á móti þjóðhöfðingjum annarra landa eða of ung til að taka ákvarðanir og standa og falla með þeim? Væri betra ef hún væri 43ja eða 52ja? Ef aldur er það sem flækist fyrir fólki þá bendi ég á að það er líka hægt að verða of gamall í embætti. Við megum ekki vera hrædd við breytingar því það eina sem kemur okkur út úr erfiðleikunum eru einmitt breytingar. Látum ekki hræðsluáróður villa okkur sýn, að þjóðin geti ekki verið án forseta sem þarf alltaf að passa okkur fyrir okkur sjálfum. Hættum að vera föst á sama stað og treystum okkur til að taka réttar ákvarðanir. Við þurfum einmitt nýjan forseta sem við trúum að geti breytt hugarfari þjóðar; forseta sem öll þjóðin getur fylkt sér að baki. Þess vegna fær Þóra Arnórsdóttir mitt atkvæði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun