Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. maí 2012 22:55 Sjávarfossinn, eða Fossinn eins og hann er oft kallaður, er í margra augum einkenni Elliðaánna. Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt. Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði
Borgarráð samþykkti í dag að laxveiðitímabilið í Elliðaánum verði lengt. Mikil umfram eftirspurn var eftir leyfum í ánum fyrir þetta sumar. Fengu því mun færri félagsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur leyfi í ánum en vildu. Vegna stöðunnar sem upp var komin óskaði SVFR í febrúar eftir því við Orkuveitu Reykjavíkur að tímabilið yrði lengt um tuttugu daga nú í sumar; um fimm daga framan við tímabilið sem á að hefjast 20. júní og um fimmtán daga aftan við tímabilið sem ella hefði endað í lok ágúst. Orkuveitan óskaði í framhaldinu eftir því við Reykjavíkurborg að heimild yrði gefin fyrir fjölgun daganna og samþykkti borgarráð erindið í dag. Ekki kemur fram í fundargerð borgarráðs í dag nákvæmlega hversu mörgum dögum var á endanum bætt við. Krafa er gerð um það að eingöngu sé veitt á flugu frá og með 1. september og að öllum laxi sem þá veiðist sé sleppt.
Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Gott að láta rjúpuna hanga í fimm til sjö daga Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði