Stuðningsgrein: Lýðræði er alltaf svarið! Marta B. Helgadóttir skrifar 15. maí 2012 17:30 Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Þá er það komið á hreint – Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, er byrjaður kosningabaráttu sína og gerir það auðvitað með stæl, eins og hans var von og vísa. Hann hættir aldrei að koma á óvart, hann Ólafur, og að þessu sinni hóf hann baráttuna með viðtali á Bylgjunni. Þar fór Ólafur mikinn. En það sem vakti sérstaka athygli mína var, að Ólafur talaði aldeilis sérlega fallega um einn af keppinautum sínum um forsetaembættið. Hann nefndi ítrekað nafn Herdísar Þorgeirsdóttur, og fór um hana mörgum fögrum orðum. Til að ekkert fari nú á milli mála, þá sagðist Ólafur þekkja og meta Herdísi mjög mikils. Og hann bætti um betur: „Ég fylgdist vel með hennar doktorsnámi, hef lesið hennar skrif og hún hefur mikla kunnáttu og þekkingu á lýðræðinu, mannréttindamálum og fjölmiðlamálum og skrifaði stórmerkilega doktorsritgerð í þeim efnum." Þetta er nú ekki bara fallega sagt hjá Ólafi Ragnari – þetta er líka alveg hárrétt. Hver sá, sem leggur leið sína á heimasíðu Herdísar, herdis.is, sér, að Ólafur Ragnar veit nákvæmlega hvað hann er að segja. Þetta er þeim mun athyglisverðara í ljósi þess að Ólafur Ragnar hefur að verulegu leyti breytt eðli forsetaembættisins. Hann er fyrsti forsetinn, sem beitir málskotsréttinum – ekki einu sinni, heldur þrisvar og það þarf víst minna til að verða umdeildur. Það verður eiginlega ekki betur séð en að Ólafur Ragnar sé búinn að lýsa því yfir að Herdís er meira en vel hæf til að taka að sér embætti forseta Íslands, og það má eiginlega segja þeim mun betur, sem hún getur – andstætt Ólafi Ragnari – staðið frammi fyrir íslenskri þjóð sem táknmynd nýrra tíma og nýrra gilda. Það er nú einu sinni það, sem okkar ágæta þjóð þarf öðru fremur. Herdís getur auk þess tekið á málum af þekkingu og kunnáttu og hún getur best allra frambjóðenda verið rödd Íslands á heimavelli jafnt og erlendis og lagt sem slík áherslu á gildi jöfnuðar, mannréttinda, lýðræðis og tjáningarfrelsis. Íslendingum væri heiður að því að kjósa í embætti forseta konu, sem getur talað af þekkingu um mannréttindi á alþjóðavettvangi. Þá er Herdísi Þorgeirsdóttir betur en öðrum frambjóðendum treystandi fyrir því verkefni að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar hvað varðar náttúruauðlindir hennar og auðæfi – sem málsvari lýðræðis og undir kjörorðinu "Lýðræði er alltaf svarið!" mun Herdís standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar og undirstöðu sjálfstæðis þjóðarinnar. Valið er því auðvelt, þegar kemur að kjördegi: Herdís Þorgeirsdóttir er sú mannkostamanneskja, sem getur tekið við búi að Bessastöðum með þeirri reisn og sæmd, sem við Íslendingar helst viljum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar