Virkjun í Stóru-Laxá: Hreppsnefnd heimilar veitingu rannsóknarleyfis Trausti Hafliðason skrifar 24. maí 2012 06:00 Veiðimaður kastar flugu í Stóru-Laxá á svæði 4. Trausti Hafliðason Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur heimilað að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá í Hreppum. Þetta kemur fram í fundargerð hreppsnefndar. Þegar Fréttablaðið sagði frá því, 28. apríl, að Landsvirkjun hefði farið fram á það við Orkustofnun að fá rannsóknarleyfið hafði hreppsnefndin ekki fengið neinar upplýsingar um málið en óskað eftir fundi. Það var síðan 10. maí sem fulltrúar Landsvirkjunar og Orkustofnunar mættu á fund hreppsnefndar og fóru yfir forsendur beiðni Landsvirkjunar til Orkustofnunar um rannsóknarleyfi. „Hreppsnefnd leggst ekki gegn því að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi þar sem slík vinna getur veitt gagnlegar upplýsingar á ýmsum sviðum," segir í fundargerðinni frá 10. maí. „Rannsóknarleyfi felur ekki í sér samþykki fyrir neinum framkvæmdum. Vegna þessa máls vill hreppsnefnd einnig taka fram að hagsmunum veiðiréttarhafa og náttúruperlunnar Stóru-Laxárglúfurs mun aldrei verða fórnað í þágu orkuöflunar." Nái áform Landsvirkjunar fram að ganga verður reist virkjun með lóni og aðrennslisgöngum, alls um 20 megavött. Ýmsum spurningum er ósvarað í þessu máli. Til dæmis hvers vegna hreppsnefndin veitir heimild fyrir rannsóknarleyfi ef hún er augljóslega andsnúin framkvæmdum sem ógna Laxárgljúfrum og laxastofninum í ánni eins og kemur fram í fundargerðinni og viðtali Fréttablaðsins við Ragnar Magnússon, oddvita Hrunamannahrepps, sem birtist í lok apríl. Þá sagðist hann telja afar ótrúlegt að heimamenn væru tilbúnir að skrifa undir stórtækar virkjunarhugmyndir á svæðinu og bætti við: „Í mínum huga kemur aldrei til greina að gefa eftir Laxárgljúfrin eða framkvæmdir sem ógna laxastofninum í ánni." Frétt Fréttablaðsins frá því 28. apríl má lesa hér. Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði
Hreppsnefnd Hrunamannahrepps hefur heimilað að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá í Hreppum. Þetta kemur fram í fundargerð hreppsnefndar. Þegar Fréttablaðið sagði frá því, 28. apríl, að Landsvirkjun hefði farið fram á það við Orkustofnun að fá rannsóknarleyfið hafði hreppsnefndin ekki fengið neinar upplýsingar um málið en óskað eftir fundi. Það var síðan 10. maí sem fulltrúar Landsvirkjunar og Orkustofnunar mættu á fund hreppsnefndar og fóru yfir forsendur beiðni Landsvirkjunar til Orkustofnunar um rannsóknarleyfi. „Hreppsnefnd leggst ekki gegn því að Landsvirkjun verði veitt rannsóknarleyfi þar sem slík vinna getur veitt gagnlegar upplýsingar á ýmsum sviðum," segir í fundargerðinni frá 10. maí. „Rannsóknarleyfi felur ekki í sér samþykki fyrir neinum framkvæmdum. Vegna þessa máls vill hreppsnefnd einnig taka fram að hagsmunum veiðiréttarhafa og náttúruperlunnar Stóru-Laxárglúfurs mun aldrei verða fórnað í þágu orkuöflunar." Nái áform Landsvirkjunar fram að ganga verður reist virkjun með lóni og aðrennslisgöngum, alls um 20 megavött. Ýmsum spurningum er ósvarað í þessu máli. Til dæmis hvers vegna hreppsnefndin veitir heimild fyrir rannsóknarleyfi ef hún er augljóslega andsnúin framkvæmdum sem ógna Laxárgljúfrum og laxastofninum í ánni eins og kemur fram í fundargerðinni og viðtali Fréttablaðsins við Ragnar Magnússon, oddvita Hrunamannahrepps, sem birtist í lok apríl. Þá sagðist hann telja afar ótrúlegt að heimamenn væru tilbúnir að skrifa undir stórtækar virkjunarhugmyndir á svæðinu og bætti við: „Í mínum huga kemur aldrei til greina að gefa eftir Laxárgljúfrin eða framkvæmdir sem ógna laxastofninum í ánni." Frétt Fréttablaðsins frá því 28. apríl má lesa hér.
Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Ytri Rangá á toppnum Veiði