Aron Einar: Getum verið sáttir með spilamennskuna í þessum leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2012 22:24 Mynd/AFP Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson var fyrirliði íslenska landsliðsins á móti Svíum í kvöld alveg eins og í leiknum á móti Frökkum. Íslenska liðið kom til baka eftir slæma byrjun en varð að sætta sig við annað 2-3 tapið í röð. „Við byrjuðum illa og það var greinilegt að Frakkaleikurinn sat aðeins í okkur. Svo komum við til baka og við erum að halda boltanum vel í seinni hálfleik. Menn geta sáttir með spilamennskuna í þessum tveimur leikjum þó að við séum að fá á okkur of mörg mörk," sagði Aron Einar. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta eru tvö lið sem eru að fara á EM og þau mættu með sín sterkustu lið. Við getum verið sáttir með það að það er uppgangur í þessu og þó að við segjum það endalaust þá takið þið örugglega eftir því heima að þetta er orðið svolítið öðruvísi," sagði Aron Einar. „Menn eru sáttir með þetta og það er gaman að taka þátt í þessu sérstaklega þegar við erum að spila vel," sagði Aron Einar. „Við höfum ekki verið þekktir fyrir það að halda boltanum vel en við vorum að gera það vel í kvöld. Við vorum að láta boltann ganga og það er það sem fólk vill sjá heima" sagði Aron. „Ég er kominn í 28 leiki og þetta hefur ekki verið frábær spilamennska hjá okkur þann tíma en það er uppgangur í þessu hjá okkur og svo eigum við líka leikmenn inni eins og Eið Smára og fleiri," sagði Aron Einar. „Við lítum á þessa tvo leiki sem gott próf fyrir okkur. Nú er það bara Færeyjar í næsta leik og svo er það bara undankeppni HM. Við horfum á það þannig að við eigum góða möguleika og náum vonandi að gera einhverja hluti þar. Ef við náum að spila vel í þeim leikjum þá held ég að íslenska þjóðin verði sátt með okkur og ekki síst við sjálfir. Við skuldum okkur sjálfir það að gera vel í þessari undankeppni og vonandi tekst það," sagði Aron Einar. „Það eru fjórir leikir búnir með Lars núna. Hann er öðruvísi en Óli og það eru aðrar áherslur. Hann vill að við höfum trú á sjálfum okkur og ég tel að við höfum það. Við verðum að trúa því að við getum spilað fótbolta og sérstaklega að láta boltann ganga. Við getum það, við erum með tekníska leikmenn í liðinu sem hefur kannski ekki verið síðustu ár," sagði Aron Einar. „Við verðum bara að sjá hvort okkur takist að gera eitthvað í þessum riðlli. Það þýðir ekkert að halda það að við séum einhverjir karlar eftir þessa tvo leiki því töpuðum báðum leikjunum. Þetta er samt jákvætt og við höldum bara áfam," sagði Aron Einar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð