Batinn rækilega staðfestur Steingrímur J. Sigfússon skrifar 8. júní 2012 14:38 Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa okkur birst jákvæðir hagvísar úr ólíkum áttum. Opinberar tölur og greiningar staðfesta æ betur að efnahagsbatinn er kominn á nokkuð traustan grunn. Við Íslendingar erum að ná vopnum okkar í efnahagslegu tilliti. Tölur Hagstofunnar fyrir 1. ársfjórðung 2012 sýna 4,5% hagvöxt sé miðað við sama fjórðung í fyrra. Þar munar mest um mikla aukningu á einkaneyslu og í fjárfestingu. Einnig var kröftugur vöxtur í útflutningi enda var loðnuvertíðin hagfelld í vetur. Hagvöxturinn nam 2,4% á 1. fjórðungi sé miðað við fjórðunginn á undan. Þetta eru gleðileg tíðindi og benda til þess að spá Hagstofunnar um 2,6% hagvöxt á árinu 2012 muni standast og jafnvel vel það. Staðan á Íslandi er mjög ólík veruleikanum í Evrópu þar sem 0,1% hagvexti er spáð að meðaltali hjá Evrópusambandsríkjunum á 1. fjórðungi í ár. Ekkert af stóru ríkjunum innan ESB sýna viðlíka hagvöxt og Ísland á fjórðungnum. Einungis Lettland og Litháen geta státað af hærri tölum á 1. fjórðungi ársins. Í dag kynnti svo Hafrannsóknarstofnun ráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Eins og við var að búast leggur stofnunin til talsverða aukningu í þorskkvóta. Ástand annarra stofna er misjafnt en heildarstaðan er mun meira jákvæð en neikvæð. Þorskur, ufsi, karfi, síld og langa eru á uppleið en ýsa á niðurleið. Teikn eru á lofti um að kolmunnastofninn sé að braggast og horfur ættu að geta verið ágætar fyrir loðnu, þó mælingar ungloðnu hafi því miður ekki enn heppnast. Í vikunni sendi Seðlabankinn frá sér Fjármálastöðugleikaskýrslu. Þar kemur margt fróðlegt fram. Tóninn í þeirri skýrslu er að áhættan í kerfinu hafi greinilega minnkað frá því síðasta skýrsla var gefin út í desember í fyrra en þó kemur fram að ástandið sé enn viðkvæmt. Að mati Seðlabankans hefur efnahagsleg staða heimila og fyrirtækja batnað. Auk þess hefur aðgangur ríkissjóðs að erlendu lánsfjármagni aftur verið staðfestur og erlend lausafjárstaða þjóðarbúsins er góð að mati bankans. Það kemur ekki á óvart að Seðlabankinn telji ástandið enn viðkvæmt. Helstu ástæður þess eru m.a. óvissa í alþjóðlegu efnahagslífi, losun fjármagnshafta og endurfjármögnun erlendra skulda hjá öðrum en ríkissjóði. Nýleg samantekt OECD um stöðu efnahagsmála á Íslandi er enn ein staðfestingin á því að hjól efnahagslífsins hér á landi snúist nú hraðar en áður og einnig að horfur fyrir komandi misseri séu nokkuð bjartar. Hagvaxtarspá OECD fyrir árið 2012 er 3,1% - það er hærri spá en flestra annarra. Á árinu 2013 gerir OECD ráð fyrir 2,7% hagvexti. Samkvæmt spá OECD mun hagvöxturinn verða borinn upp af aukningu í einkaneyslu og fjárfestingu. Að auki gerir OECD ráð fyrir ágætum vexti í útflutningi líkt og við höfum glögglega séð undanfarið. OECD er nokkuð bjartsýnt á verðbólguþróun á næstunni og spáir 4,1% verðbólgu á næsta ári. Auk þess eru sérfræðingar OECD nokkuð bjartsýnir á atvinnustigið - þannig spá þeir 5,1% atvinnuleysi á næsta ári. Ef þessi sviðsmynd rætist er ljóst að atvinnuleysi verður enn hátt í sögulegu samhengi en batinn er þó mikill og greinilegur miðað stöðuna undanfarin ár. Ljóst er að atvinnuleysið getur lækkað enn meira ef stór fjárfestingarverkefni verða að veruleika á næstunni. Þessi spá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer nú batnandi og horfur fyrir yfirstandandi ár og árið 2013 eru ágætlega bjartar - sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. Margir forsvarsmenn hagsmunasamtaka í atvinnulífinu, svo ekki sé nú minnst á stjórnarandstöðuna, hafa beinlínis átt bágt undanfarin misseri vegna illviðráðnlegrar svartsýni hvað horfur í efnahagsmálum snertir. Opinberar hagtölur fyrir árið 2011, fyrstu mælingar á þessu ári og horfurnar eins og þær liggja nú fyrir út árið 2012 og næstu ár gerir þeim hinum sömu vonandi léttbærara að ganga nú á vit sumarsins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun