Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Svavar Hávarðsson skrifar 6. júní 2012 23:09 Þórdís Klara Bridde með gullfallega hrygnu úr Norðurá. Bjarni Júlíusson Seinni vaktin í Norðurá í dag var sú rólegasta í opnunarholli stjórnar SVFR. Þrátt fyrir mikinn kulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni en eftirmiðdagsvaktin skilaði tveimur löxum, að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR. Mjög kalt var við Norðurá í allan dag og lá hvass norðanstrengur niður dalinn, sem gerði veiðimönnum lífið leitt. Tveir laxar gáfu sig þó, og kom annar af Eyrinni og annar úr Jónsholu. Hópurinn er því kominn með 24 laxa eftir tvo veiðidaga en morgunvaktin er enn eftir. „Ég er bjartsýnn á að metið falli", sagði Bjarni í samtali við Veiðivísi en eins og við sögðum frá spáði Bjarni því að opnunin 2012 yrði sú besta á þessari öld. Til þess að það rætist þarf Bjarni þrjá laxa til viðbótar og ekki að furða þó hann sé vongóður. Ekki vantar laxinn í Norðurá og eitthvað á köld norðanáttin að gefa eftir í nótt, svo allt er mögulegt.svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 30 laxar veiðst í Elliðaánum Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði
Seinni vaktin í Norðurá í dag var sú rólegasta í opnunarholli stjórnar SVFR. Þrátt fyrir mikinn kulda og töluvert minna rennsli í Norðurá veiddust sex laxar á morgunvaktinni en eftirmiðdagsvaktin skilaði tveimur löxum, að sögn Bjarna Júlíussonar, formanns SVFR. Mjög kalt var við Norðurá í allan dag og lá hvass norðanstrengur niður dalinn, sem gerði veiðimönnum lífið leitt. Tveir laxar gáfu sig þó, og kom annar af Eyrinni og annar úr Jónsholu. Hópurinn er því kominn með 24 laxa eftir tvo veiðidaga en morgunvaktin er enn eftir. „Ég er bjartsýnn á að metið falli", sagði Bjarni í samtali við Veiðivísi en eins og við sögðum frá spáði Bjarni því að opnunin 2012 yrði sú besta á þessari öld. Til þess að það rætist þarf Bjarni þrjá laxa til viðbótar og ekki að furða þó hann sé vongóður. Ekki vantar laxinn í Norðurá og eitthvað á köld norðanáttin að gefa eftir í nótt, svo allt er mögulegt.svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Vel mannað kastnámskeið Veiði Frábært opnunarholl í Norðurá Veiði 30 laxar veiðst í Elliðaánum Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Veiði Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði