Kubica fer í enn eina aðgerðina Birgir Þór Harðarson skrifar 7. júní 2012 06:00 Kubica var tíður gestur á verðlaunapallinum í Formúlu 1 áður en hann lenti í slysinu hræðilega. Hér má sjá handlegginn fastan á kappann. nordicphotos/Afp Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslanna sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011. Kubica var fyrir slysið talinn vera einn efnilegast ökumaður í Formúlu 1. Hann hefur sigrað einn kappakstur. Það var í Kanada, þar sem keppt verður um komandi helgi, árið 2008 fyirr BMW Sauber liðið. Í aðgerðinn sem hann undirgekkst nú voru varahlutir settir í olnboga hans til að fullkomna hreyfigetu hans. Læknir hans segir að nú sé hann fullfær um að halda um stýrið. Í slysinu gekk vegriðsendi í gegnum miðjan rall-bíl Kubica og nánast bútaði handlegg hans frá búknum. Hægri löpp hans var einnig mjög löskuð eftir slysið. Kubica hefur undanfarið verið að æfa sig í kappaksturshermum en ekki getað snúið lófanum á hægri hönd niður. Hann hefur því neyðst til að sleppa stýrinu til að beygja til vinstri. Það mun taka hann mánuð hið minnsta að öðlast fulla hreyfigetu í höndinni. Rætt hefur verið um endurkomu hans í Formúlu 1 og reynt að tímasetja hana allt frá því að hann lenti í slysinu. Renault-liðið sem hann ók fyrir heitir nú Lotus, en þar á bæ segja menn að hann sé ávalt velkominn og sé hann eins góður og hann var á hann víst keppnissæti hjá liðinu. Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pólski ökuþórinn Robert Kubica hefur nú farið í enn eina aðgerðina vegna meiðslanna sem hann hlaut í rallýslysi í byrjun árs 2011. Kubica var fyrir slysið talinn vera einn efnilegast ökumaður í Formúlu 1. Hann hefur sigrað einn kappakstur. Það var í Kanada, þar sem keppt verður um komandi helgi, árið 2008 fyirr BMW Sauber liðið. Í aðgerðinn sem hann undirgekkst nú voru varahlutir settir í olnboga hans til að fullkomna hreyfigetu hans. Læknir hans segir að nú sé hann fullfær um að halda um stýrið. Í slysinu gekk vegriðsendi í gegnum miðjan rall-bíl Kubica og nánast bútaði handlegg hans frá búknum. Hægri löpp hans var einnig mjög löskuð eftir slysið. Kubica hefur undanfarið verið að æfa sig í kappaksturshermum en ekki getað snúið lófanum á hægri hönd niður. Hann hefur því neyðst til að sleppa stýrinu til að beygja til vinstri. Það mun taka hann mánuð hið minnsta að öðlast fulla hreyfigetu í höndinni. Rætt hefur verið um endurkomu hans í Formúlu 1 og reynt að tímasetja hana allt frá því að hann lenti í slysinu. Renault-liðið sem hann ók fyrir heitir nú Lotus, en þar á bæ segja menn að hann sé ávalt velkominn og sé hann eins góður og hann var á hann víst keppnissæti hjá liðinu.
Formúla Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira