Herdís, einmitt Ólína Þóra Friðriksdóttir skrifar 11. júní 2012 11:00 Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja. Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu. Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig. Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna" sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð. Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna. X-Herdís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt að í embætti forseta Íslands veljist manneskja sem er traust og heiðarleg. Manneskja sem leiðir þjóðina frá siðleysi, vantrausti og vonbrigðum hrunsins. Manneskja sem byggir lífssýn sína og vinnu á þeim grundvallar gildum sem nú og alltaf eru okkur svo gríðarlega mikilvæg. Mannréttindum og lýðræði. Þessar grunnstoðir þarf stöðugt að styðja og styrkja. Herdís Þorgeirsdóttir er sá frambjóðandi sem ég vil sjá í embætti forseta Íslands á næsta kjörtímabili. Herdísi upplifi ég sem sterka manneskju. Hún er ákveðin og kröfuhörð, vitur, hugsandi, hefur heilbrigða dómgreind og örugga framkomu. Ég var nemandi Herdísar í Viðskiptaháskólanum á Bifröst, sat hjá henni kúrs um viðskipti og mannréttindi. Herdís var afar áhugasöm um efnið og hafði á því mikla þekkingu. Meðal annars var fjallað um tengsl viðskipta og mannréttindabrota í alþjóðaviðskiptum. Minn hugur opnaðist fyrir þeim raunveruleika að víðsvegar um heiminn misbeita alþjóðafyrirtæki gróflega því valdi sem fjármagnið veitir þeim og maka krókinn á kostnað fólks og náttúru. Hvar sem þau komast upp með það. Frelsi og lýðræði er ekki sjálfgefið, því þarf að sinna og viðhalda. Umræða og upplýsing um þessi mál í tímunum hjá Herdísi hafði áhrif á mig. Einnig var ég, ásamt fleirum, Herdísi til aðstoðar við undirbúning fyrstu ráðstefnunnar sem haldin var undir yfirskriftinni „Tengslanet – Völd til kvenna" sem hún setti upp á Bifröst vorið 2004. Þar kom greinilega fram kjarkur hennar, elja og trú á það sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessi kynni mín af Herdísi urðu til þess að þegar hún bauð sig fram til forseta nú í vor, þá hikaði ég ekki við að lýsa yfir stuðningi við hennar framboð. Það er einmitt manneskja með hennar kraft og eiginleika sem við þurfum í embætti forseta Íslands núna. X-Herdís.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar