Dramatískur Blikasigur eftir vítaspyrnukeppni í Eyjum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. júní 2012 17:46 Blikastúlkur höfðu ástæðu til þess að fagna í Eyjum. Mynd / Ernir Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Breiðablik er komið í átta liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu eftir sigur á Eyjakonum í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 3-3 og 4-4 að lokinni framlengingu. Þetta var fyrsti sigur Blika í bikarkeppninni í þrjú ár og var hann í meira lagi dramatískur. Auk markaveislunnar fór rauða spjaldið á loft í þrígang en gestirnir úr Kópavogi spiluðu manni fleiri stærstan hluta framlengingarinnar. Gestirnir úr Kópavogi komust yfir um miðjan fyrri hálfleikinn þegar Ella Dís Thorarensen skoraði. Aðeins þremur mínútum síðar var varnarmaðurinn Guðrún Erla Hilmarsdóttir á ferðinni eftir hornspyrnu og tvöfaldaði forystu gestanna. Serbinn Danka Podovac minnkaði muninn á besta tíma fyrir heimakonur á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki beint úr aukaspyrnu og gaf Eyjakonum góða von. Kantmaðurinn Vesna Vmiljkovic jafnaði metin fyrir Eyjakonur um miðjan síðari hálfleikinn og leikurinn í járnum. Bæði lið urðu einum færri á 84. mínútu þegar Vesnu Smiljkovic og Rögnu Björk Einarsdóttur var vikið af velli með rautt spjald. Eyjakonan í Kópavogsliðinu, Fanndís Friðriksdóttir, virtist hafa tryggt Breiðabliki farseðilinn í átta liða úrslitin þegar hún skoraði tveimur mínútum fyrir leikslok. Engu að síðar tókst Eyjakonum að jafna. Julie Nelson, miðvörður og landsliðsmaður Norður-Íra, jafnaði metin á fjórðu mínútu viðbótartíma úr vítaspyrnu. Framlengingin byrjaði á því að Elínborgu Ingvarsdóttur, miðverði ÍBV, var vikið af velli fyrir að gefa Andreu Hauksdóttur olnbogaskot. Blikar manni fleiri. Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn 3-3 en Fanndís Friðriksdóttir kom gestunum yfir með öðru marki sínu á 114. mínútu. Eyjakonur, sem enn voru manni færri, gáfust ekki upp og varamaðurinn Shaneka Gordon nýtti hraða sinn og jafnaði metin á 117. mínútu með marki upp á sitt einsdæmi. Jafnt og vítaspyrnukeppni framundan. Dramatíkin í vítaspyrnukeppninni var mikil. Hlín Gunnlaugsdóttir klúðraði öðru víti Blika og Eyjakonur gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sigríði Láru Garðarsdóttur brást hins vegar bogalistin og fara þurfti í bráðabana. Þar varði Birna Kristjánsdóttir spyrnu Önnu Þórunnar Guðmundsdóttur og Kópavogsstelpur fögnuðu sigri. Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 4-5 Fanndís Friðriksdóttir skoraði 5-5 Julie Nelson skoraði 5-5 Hlín G klúðraði víti 6-5 Hlíf Hauksdóttir skoraði 6-6 Andrea R. Hauksdóttir skoraði 7-6 Shaneka Gordon skoraði 7-7 Guðrún Erla Hilmarsdóttir skoraði 8-7 Elísa Viðarsdóttir skoraði 8-8 Hildur Sif Hauksdótir skoraði 8-8 Sigríður Lára Garðarsdóttir klúðraði víti 8-9 María Rós Arngrímsdóttir skoraði 8-9 Anna Þórunn Guðmundsdóttir klúðraði víti -Breiðablik sigrar Þetta var annar sigur Blika í Eyjum á tímabilinu en Blikar unnu 1-0 sigur í viðureign liðanna í Heimaey fyrr í sumar. Leikirnir sjö sem eftir eru í 16-liða úrslitum bikarsins fara fram á föstudag og laugardag.Föstudagur Höttur - Valur kl. 18 Selfoss - FH kl. 19.15 KR - HK/Víkingur kl. 19.15 Fylkir - Haukar kl. 19.15Laugardagur kl. 14.00 Keflavík - Þór/KA Afturelding - ÍA Stjarnan - Fjölnir Upplýsingar um markaskorara frá Úrslit.net.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Blikakonur án bikarsigurs í þrjú ár - mæta ÍBV í Eyjum í kvöld Stórleikur sextán liða úrslita Borgunarbikars kvenna fer fram á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld þegar ÍBV tekur á móti Breiðabliki en leikurinn hefst klukkan 17.00. Þarna eru að mætast liðin í 3. og 4. sæti Pepsi-deildar kvenna en hinir sjö leikirnir verða síðan spilaðir á föstudag og laugardag. 28. júní 2012 14:45
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn