Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - Selfoss 3-0 | Þróttur í undanúrslit Kolbeinn Tumi Daðason á Valbjarnarvelli skrifar 8. júlí 2012 18:36 Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Oddur Björnsson var hetja Þróttara þegar liðið tryggði sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu með 3-0 sigri á Selfossi. Oddur skoraði tvö mörk auk þess að eiga stóran þátt í því þriðja. Fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik í úðanum á Valbjarnarvelli í gærkvöldi. Hálffæri buðust á hvorum enda vallarins en ekkert nógu gott til þess að leikmenn liðanna kæmu boltanum í netið. Markaleysið hvarf snemma í síðari hálfleik þegar Oddur Björnsson lék á Sigurð Eyberg, varnarmann Selfoss, og sendi boltann af stönginni og í netið. Leikurinn hafði verið jafn fram að markinu og hvorugt liðið líklegra. Eftir markið blésu gestirnir, sem leika í efstu deild, til sóknar gegn 1. deildarliðinu. Sóknarþungi gestanna varði í stundarfjórðung eða svo. Joe Tillen fékk frábært færi en Ögmundur varði skalla hans með fótunum. Þá átti Moustapha Cisse skot í stöng úr þröngu færi og Ögmundur varði fast skot Jóns Daða vel. Á 72. mínútu hristi varamaðurinn Andri Gíslason af sér Babacar Sarr sem fannst á sér brotið. Andri sendi fyrir markið frá hægri á Odd sem lagði boltann í tómt markið. Senegalinn var allt annað en sáttur að ekkert var dæmt en uppskera hans var aðeins gult spjald. Selfyssingar héldu áfram sókninni en flestum var ljóst að sigurinn myndi falla Þróttara megin. Þeir gerðu gestunum erfitt fyrir úti um allan völl, hentu sér fyrir skot þeirra og börðust um hvern bolta. Oddur Björnsson hirti einmitt boltann af harðfylgi af varnarmönnum Selfyssinga á 82. mínútu og eftir skot Vilhjálms Pálmasonar sem Ismet Duracak varði féll boltinn fyrir Andra Gíslason sem renndi honum í tómt markið. Sigur heimamanna í höfn. Þróttur verður fulltrúi neðri deildanna í undanúrslitum en auk þeirra hafa KR-ingar og Grindvíkingar tryggt sér sæti. Á morgun mætast svo Stjarnan og Fram í síðustu viðureign 8-liða úrslitanna. Oddur: Vill mæta Sveinbirni í undanúrslitum„Þetta er frábært. Gerist ekki betra," sagði Oddur Björnsson sem skoraði tvö og lagði upp þriðja mark Þróttara í kvöld. „Ég hefði aldrei skorað þessi mörk ef vörnin hefði ekki verið svona þétt," sagði Oddur sem hrósaði Kötturunum fyrir stuðning þeirra. Aðspurður um óskamótherja segist Oddur vilja fá heimaleik gegn Fram. „Það væri gaman að mæta Sveinbirni," sagði Oddur en Sveinbjörn Jónasson lék með Þrótti í fyrra og skoraði meðal annars þrennu þegar liðið sló Fram út úr bikarnum. Logi Ólafsson: Lélegasti leikur okkar á leiktíðinniLogi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var alls ekki sáttur með sína menn. „Við höfum vorkennt sjálfum okkur fyrir að hafa tapað leikjum sem við höfum talið okkur betri aðilann en nú vorum við verri aðilinn og töpuðum sanngjarnt," sagði Logi og fannst sínir menn ekki mæta klárir til leiks. „Menn hafa tilhneigingu til þess að athuga hvað þeir geta sloppið með lítið framlag. Þetta var bara lélegur leikur af okkar hálfu, sá lélegasti sem við höfum leikið á þessari leiktíð," sagði Logi
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Tatum með slitna hásin Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð