Grosjean fær fimm sæta víti í Þýskalandi Birgir Þór Harðarson skrifar 16. júlí 2012 21:30 Grosjean hefur sýnt að hann getur búið til mikið úr litlu. nordicphotos/afp Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni." Formúla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Romain Grosjean hjá Lotus-liðinu fær fimm sæta viti á ráslínunni í næsta móti sem fram fer í Hockenheim í Þýskalandi um næstu helgi. Gírkassinn í Lotus-bílnum bilaði svo um hann þurfti að skipta. Í síðasta hring í breska kappakstrinum í Silverstone komu upp vandræði með gírkassann í bíl Grosjean. Hefði vandamálið komið upp fyrr hefði hann að öllum líkindum ekki getað lokið móti. Grosjean endaði mótið í sjötta sæti á eftir liðsfélaga sínum Kimi Raikkönen. Ef skipt er um í gírkassa á milli móta fá ökumenn sjálfkrafa fimm sæta refsingu á ráslínu næsta móts. Sama hvar Grosjean lendir í tímatökunum í Hockenheim mun hann falla aftur um fimm sæti. "Við vorum heppin að gírkassinn klikkaði ekki fyrr í keppninni," sagði James Allison tæknistjóri Lotus. "Grosjean sýndi hins vegar á Silverstone að þó hann ræsi aftarlega þarf það ekki endilega að þýða lélegur árangur í keppni."
Formúla Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira