Freyr leikjahæstur hjá FH-sló met Harðar í gær Hjörtur Hjartarson skrifar 9. ágúst 2012 14:09 Freyr Bjarnason er leikjahæstur FH-inga frá upphafi með 175 leiki Mynd/Stefán Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Freyr Bjarnason varð í gærkvöld leikjahæsti leikmaður FH í efstu deild frá upphafi. Freyr lék sinn 175. leik fyrir FH í úrvalsdeildinni í gærkvöld þegar liðið burstaði Selfoss, 5-2. Metið átti markaskorarinn, Hörður Magnússon en hann lék á sínum tíma 174 leiki fyrir FH í efstu deild. Freyr gekk í raðir FH fyrir 12 árum þegar liðið lék í næstefstu deild. Síðan þá hefur Freyr og FH unnið samtals 18 titla, ef allt er talið, þar af Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum. Freyr gat ekki í sínum villtustu draumum séð fyrir slíka sigurgöngu. "Nei, ég gat ekki ímyndað mér það. Þetta er búið að vera draumi líkast þessi tími minn hjá FH og ég er bara gríðarlega ánægður að hafa náð öllum þessum leikjum og sigrum með félaginu", sagði Freyr. Freyr er uppalinn Skagamaður en fékk hinsvegar fá tækifæri með félaginu eftir að í meistaraflokk var komið. Hann ákvað því að söðla um þegar hann var 23 ára og ganga í raðir FH. "Logi Ólafs tók við FH fyrir tímabilið 2000 og vildi fá til félagsins. Hann sannfærði mig um að ég fengi að spila og það var það sem ég þurfti á að halda og ég tók bara slaginn." Margir Skagamenn hafa horft hýru auga til Freys undanfarin ár og átt þá ósk heitasta að hann snéri aftur á heimaslóðir. Sjálfur segist hann aldrei hafa leitt hugann að því að leika í gulu treyjunni á ný. "Ef ég á að segja alveg eins og er þá hef ég bara haft það svo gott hjá FH að ég hef ekki haft neinn áhuga að fara frá liðinu. Mér hefur alltaf liðið mjög vel í Hafnarfirðinum og Kaplakrikanum. Það er langt síðan ég tók stefnuna á að enda ferilinn hjá FH og þannig verður það." Freyr er 35 ára og því farið að styttast í annan endann á ferlinum. Hann vonast þó til að eiga einhver tímabil inni. "Það er mjög erfitt að hætta hjá FH á meðan liðið er að berjast um alla titla á hverju sumri. En maður verður að hlusta á skrokkinn í þessu sambandi líka. Ég tek stöðuna í haust og met í kjölfarið hvert framhaldið verður", sagði Freyr Bjarnason. Engin hætta er á að Freyr slái markamet Harðar Magnússonar hjá FH enda ekki skorað nema átta mörk fyrir félagið á sínum ferli. Svo gæti þó farið að að Hörður þurfi engu að síður að sjá á eftir metinu í sumarþ. Hörður kom boltanum 84 sinnum í net andstæðinganna fyrir FH en Atli Viðar Björnsson er skammt undan með 77 mörk.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira