71 árs öldungur meðal keppenda á Eimskipsmótaröðinni Valur Jónatansson skrifar 17. ágúst 2012 12:44 Viktor Ingi Sturlaugsson. Mynd/Valur Jónatansson Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR. Viktor Ingi er gamalreyndur kylfingur og sagðist alltaf hafa langað að vera með á íslensku mótaröðinni. Þar sem ekki var fullt í mótið um helgina fékk hann að vera með, enda er hann með forgjöf sem er innan þeirra marka sem til þarf, eða 8,3. Sonur hans, Viktor Rafn Viktorsson, er einnig með í mótinu. „Ég hef átt mér þann draum að spila á mótaröðinni og nú hefur hann ræst. Ég verð 72 ára í haust og því er líklega afar sérstakt að sjá svo gamalan mann með, en ég nýt þess að spila golf með unga fólkinu," sagði Viktor Ingi þegar hann hafði lokið við fyrstu 9 holurnar í morgun. „Ég var reyndar að spila þessar fyrri níu á Kiðjabergsvelli í fyrsta sinn. Þetta gekk svona þokkalega, nokkur pör og svo smá sprengjur. Lék þessar 9 holur á 48 höggum og reyni að gera betur á seinni hluta vallarins sem ég þekki aðeins," sagði þessi flotti kylfingur sem kemst í sögubækurnar fyrir að vera elsti kylfingurinn sem tekur þátt í íslensku mótaröðinni. Hann verður 72 ára 14. nóvember. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en þar er skorið uppfært á þriggja holna fresti. Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Fimmta og næst síðasta stigamót sumarsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst á Kiðjabergsvelli í sól og blíðu í morgun. 50 keppendur eru skráðir til leiks, 40 í karlaflokki og 10 í kvennaflokki, og verða spilaðar 54 holur á þremur dögum. Það vakti athygli að elsti keppandinn í mótinu er 71 árs, en hann heitir Viktor Ingi Sturlaugsson úr GR. Viktor Ingi er gamalreyndur kylfingur og sagðist alltaf hafa langað að vera með á íslensku mótaröðinni. Þar sem ekki var fullt í mótið um helgina fékk hann að vera með, enda er hann með forgjöf sem er innan þeirra marka sem til þarf, eða 8,3. Sonur hans, Viktor Rafn Viktorsson, er einnig með í mótinu. „Ég hef átt mér þann draum að spila á mótaröðinni og nú hefur hann ræst. Ég verð 72 ára í haust og því er líklega afar sérstakt að sjá svo gamalan mann með, en ég nýt þess að spila golf með unga fólkinu," sagði Viktor Ingi þegar hann hafði lokið við fyrstu 9 holurnar í morgun. „Ég var reyndar að spila þessar fyrri níu á Kiðjabergsvelli í fyrsta sinn. Þetta gekk svona þokkalega, nokkur pör og svo smá sprengjur. Lék þessar 9 holur á 48 höggum og reyni að gera betur á seinni hluta vallarins sem ég þekki aðeins," sagði þessi flotti kylfingur sem kemst í sögubækurnar fyrir að vera elsti kylfingurinn sem tekur þátt í íslensku mótaröðinni. Hann verður 72 ára 14. nóvember. Hægt er að fylgjast með skori keppenda á golf.is en þar er skorið uppfært á þriggja holna fresti.
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira