Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? 19. september 2012 10:00 Roberto Di Matteo fagnar hér Meistaradeildartitlinum s.l. vor. Nordic Photos / Getty Images Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Árangur Juventus á síðustu leiktíð var stórkostlegur en liðið tapaði ekki leik í deildarkeppninni. Juventust hefur ekki verið í Meistaradeild Evrópu undanfarin tvö ár. Gengi Juventus gjörbreyttist eftir að liðið fékk ítalska landsliðsmanninn Andrea Pirlo til liðs við sig en hann er án efa einn besti miðjumaður veraldar. Pirlo var allt í öllu hjá ítalska landsliðinu s.l. sumar þegar liðið komst í úrslit Evrópumeistaramótsins gegn Spánverjum. „Pirlo er mjög mikilvægur leikmaður fyrir Juventus og hann stjórnar leik liðsins. Við verðum að gæta þess að hafa stjórn á honum. Hann lék gríðarlega vel með Ítalíu á EM, og eftir að hann fór til Juventus hefur hann sýnt að hann er enn frábær leikmaður,“ sagði Di Matteo á fundi með fréttamönnum í gær í London. John Obi Mikel, landsliðsmaður frá Nígeríu, fær það hlutverk að gæta Pirlo á miðsvæðinu. „Það verður gaman að spila gegn Pirlo og ég ber virðingu fyrir honum. Við viljum báðir sigra og vonandi get ég lært eitthvað af honum,“ sagði Mikel í gær. Chelsea átti stórkostlegan lokasprett í Meistaradeildarkeppninni á síðustu leiktíð. Eins og áður segir hefur ekkert lið náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992 í núverandi mynd. Áður hét þessi keppni Evrópukeppni meistaraliða og var fyrst leikið í henni árið 1955. „Það er staðreynd að það hefur engu liði tekist að vinna þessa keppni tvívegis í röð. Við ætlum að reyna að gera hið ómögulega,“ bætti Di Matteo við. Juventus var dæmt úr efstu deild á Ítalíu fyrir sex árum þegar forsvarsmenn liðsins fengu dóma fyrir að hafa hagrætt úrslitum í leikjum liðsins. Þjálfari liðsins, Antonio Conte, var nýverið dæmdur í 10 mánaða keppnisbann fyrir aðild sína að slíku máli en hann hefur áfrýjað dómnum. Á meðan stýrir Massimo Carrera liðinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira