Evrópa hélt Ryder-bikarnum eftir ótrúlega endurkomu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2012 22:34 Kaymer fagnar púttinu sínu á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt." Golf Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt."
Golf Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira