Næsta skref, takk Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. janúar 2012 06:00 Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mér er sagt að sífellt fleiri meðallaunamenn, og þá einkum þeir eldri, gangi nú á lífeyrissparnað sinn til þess að standa í lánaskilum. Líklega er meirihlutinn ráðdeildarfólk sem alls ekki er unnt að gera samábyrgt hruninu eins og tíska er um þessar mundir. - Við berum öll sömu ábyrgð - ekki má benda á sökudólga -. Þessi setning heyrist ansi oft. Hún jaðrar við háð þegar þess er gætt að ótaldar þúsundir tóku hvorki lán umfram greiðslugetu né tóku þátt í lífsgæðakapphlaupi. Þessar tugþúsundir (?) lifðu svipuðu lífi fyrsta áratug aldarinnar og áður tíðkaðist hjá þeim. Þær gengu til sinna verka með sama jafnaðargeði og áður. Auðvitað má teygja ábyrgð allra í samfélaginu til þeirrar grunnmenningar og siðferðis sem þar er að finna á hverjum tíma en slíkri félagsábyrgð má ekki rugla saman við ábyrgð á þeirri firru að byggja upp efnahagspíramída sem stendur á haus. Mér er líka sagt að efnahagskerfið, jafngallað og það er, sé á leið upp úr dýpsta kreppudal íslenskrar sögu. Gott og vel, ef báðar þessar frásagnir eru sannar (og mér sýnist svo vera), er komið að því að stjórnvöld, bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður taki til við að ræða (með lausn í huga) hvernig koma megi í veg fyrir hundruð nýrra heimilisgjaldþrota árið 2012 og hvernig styrkja megi furðufyrirbærið hagvöxt með því að létta skuldabyrði íbúðareigenda í skilum svo lágmarkssanngirni sé gætt og kaupmáttur aukist. Þessi gjörð gæti líka minnkað brottflutning fólks. Engin þjóð hefur nokkru sinni staðið af sér úrvindingu (nýyrði!) fólks með meðaltekjur eða þar um bil (af launum, lífeyri eða eignasölu).
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar