Vel heppnaðir Reykjavíkurleikar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. janúar 2012 06:30 Ungir dansarar í keppni á Reykjavíkurleikunum í gær. Fréttablaðið/Valli Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti." Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira
Reykjavíkurleikarnir fóru fram í fimmta sinn nú um helgina og tókst framkvæmdin vel. Tvö þúsund íslenskir keppendur tóku þátt og 400 erlendir keppendur frá 20 löndum. Samtals var keppt í sextán keppnisgreinum en þrjár nýjar greinar voru á leikunum í ár. „Það er búið að ganga ótrúlega vel og menn á öllum stöðum eru mjög sáttir við sitt," sagði Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi ÍBR, við Fréttablaðið í gærkvöldi en þá var í þann mund að hefjast lokahóf leikanna í Laugardalshöllinni. „Það var metfjöldi þátttakenda í ár og þrjár nýjar greinar; þríþraut, ólympískar lyftingar og skvass. Frábær árangur náðist í öllum greinum enda sterkir keppendur sem tóku þátt." Fjöldamörg Íslandsmet voru slegin um helgina í mörgum greinum. „Það voru slegin met í öllum greinum þar sem það var hægt," sagði Anna Lilja en til að mynda voru ellefu Íslandsmet sett í ólympískum lyftingum og tólf í sundi fatlaðra. Þá voru átta mótsmet slegin í frjálsum íþróttum og tvö Íslandsmet, þar af eitt í flokki fullorðinna. Það gerði Aníta Hinriksdóttir er hún sló 35 ára gamalt met Lilju Guðmundsdóttur í 800 m hlaupi. Kom hún í mark á 2:05,96 mínútum. Aníta er aðeins fimmtán ára gömul og ljóst að hún á framtíðina fyrir sér. Anna Lilja segir að Reykjavíkurleikarnir séu löngu búnir að festa sig í sessi. „Það eru sífellt fleiri sem vilja komast að og ekki ólíklegt að greinum verði fjölgað á næstu árum. Það er greinilegt að það þykir spennandi að fá að taka þátt í svo vel heppnuðu móti."
Íþróttir Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Pálmi í ótímabundið leyfi Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Sjá meira