Andlát fórnarlambs flækir réttarhaldið 25. janúar 2012 06:00 Vill ekki þekkjast "Má ég ekki bara hringja og biðja einhvern að fara í Leikbæ að kaupa grímu?“ spurði einn þremenninganna verjanda sinn, mjög ósáttur við að þurfa að hylja andlit sitt fyrir ljósmyndurum. Hér sést hann á milli bræðranna Stefáns og Páls Kristjánssona, sem sjá um málsvörn tveggja sakborninga. Hann faldi sig á bak við bréflega staðfestingu frá Europol á andláti fórnarlambsins í málinu.Fréttablaðið/gva Þrír menn neituðu því staðfastlega fyrir dómi í gær að hafa ráðist með hrottalegum hætti á grískan ferðamann í Bankastræti fyrir nærri tveimur árum. Frásagnir þeirra af atburðum næturinnar stangast hins vegar á í veigamiklum atriðum. Málið er æði óhefðbundið fyrir þær sakir að fórnarlambið, rúmlega þrítugur Grikki, lést 14. desember síðastliðinn, rúmu hálfu öðru ári eftir árásina. Fram kom í máli saksóknarans Kolbrúnar Benediktsdóttur fyrir dómi í gær að ekkert væri vitað um andlát hans annað en að ítölsk yfirvöld hefðu það nú til rannsóknar. Mennirnir sem ákærðir eru fyrir árásina eru fæddir árin 1978, 1979 og 1985. Framburður þeirra var ekki á einn veg, en þó voru þeir allir sammála um að þeir hefðu setið að sumbli á hóteli við Þingholtsstræti um nóttina, verið sóttir þangað á bíl og fengið far með honum örfáa metra niður að Bankastræti áður en þeir stigu út úr honum á nýjan leik. Annað var nokkuð á reiki. Einn sagðist ekki hafa orðið var við neitt, enda hefðu verið læti í miðbænum venju samkvæmt, og aftók með öllu að hafa tekið þátt í nokkrum barsmíðum. Annar sagðist aðallega hafa einbeitt sér að því finna stelpu til að taka með sér heim og ekki tekið eftir neinum útlendingi. Hvorugur gat gefið nokkra útskýringu á því hvers vegna þeir þustu út úr bílnum aftur eftir nokkurra metra rúnt. Sá þriðji sagði hins vegar að hann og annar hinna fyrrnefndu hefðu vissulega lent í lítilsháttar stympingum við erlendan mann eftir að hafa reynt að þröngva upp á hann áfengissopa. Því hefði lokið þegar útlendingurinn féll í götuna og fékk skurð á hnakkann. Þeir hefðu þá stigið upp í bílinn og yfirgefið hann aftur eftir að sá erlendi sparkaði í áttina að honum, en þó bara til að spjalla við nærstadda. Hann kvaðst ekkert vita um alvarlega líkamsárás. Auk þess að vera í innbyrðis ósamræmi ganga þessar lýsingar í berhögg við það sem fram kom í máli mannanna fyrst eftir handtöku, þegar þeir virtust kannast öllu betur við að einhver hefði mátt þola alvarlegar barsmíðar, og ekki síst við vitnaskýrslur. Vitni hafa nefnilega flest borið um að menn sem svara býsna nákvæmlega til lýsinga á sakborningunum þremur hafi stigið út úr bílnum, gengið í skrokk á Grikkjanum og meðal annars sparkað ítrekað í höfuð hans. Fyrir dómi hafði minni vitnanna þó daprast verulega frá því í lögregluskýrslum – en það þarf þó ekki að vera óeðlilegt, enda bráðum tvö ár frá því að árásin var framin í maí 2010. Saksóknarinn fór fram á það að fá að taka símaskýrslu af móður ferðamannsins, úr því að hann væri sjálfur fallinn frá, til að hún gæti borið um andlegt ástand hans eftir árásina. Verjendur mótmæltu þessu harðlega, enda gæti hún ekki með nokkru móti tjáð sig um sakarefnið eins og er hlutverk vitna. Brotaþolinn látni hafði gert 1.226 þúsunda króna miskabótakröfu á hendur sakborningunum og verður þeirri kröfu haldið á lofti í einkamáli. Aðalmeðferðinni verður fram haldið á morgun, og þá tekin fyrir framhaldsákæra á hendur einum þremenninganna og öðrum manni vegna minniháttar líkamsárásar. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þrír menn neituðu því staðfastlega fyrir dómi í gær að hafa ráðist með hrottalegum hætti á grískan ferðamann í Bankastræti fyrir nærri tveimur árum. Frásagnir þeirra af atburðum næturinnar stangast hins vegar á í veigamiklum atriðum. Málið er æði óhefðbundið fyrir þær sakir að fórnarlambið, rúmlega þrítugur Grikki, lést 14. desember síðastliðinn, rúmu hálfu öðru ári eftir árásina. Fram kom í máli saksóknarans Kolbrúnar Benediktsdóttur fyrir dómi í gær að ekkert væri vitað um andlát hans annað en að ítölsk yfirvöld hefðu það nú til rannsóknar. Mennirnir sem ákærðir eru fyrir árásina eru fæddir árin 1978, 1979 og 1985. Framburður þeirra var ekki á einn veg, en þó voru þeir allir sammála um að þeir hefðu setið að sumbli á hóteli við Þingholtsstræti um nóttina, verið sóttir þangað á bíl og fengið far með honum örfáa metra niður að Bankastræti áður en þeir stigu út úr honum á nýjan leik. Annað var nokkuð á reiki. Einn sagðist ekki hafa orðið var við neitt, enda hefðu verið læti í miðbænum venju samkvæmt, og aftók með öllu að hafa tekið þátt í nokkrum barsmíðum. Annar sagðist aðallega hafa einbeitt sér að því finna stelpu til að taka með sér heim og ekki tekið eftir neinum útlendingi. Hvorugur gat gefið nokkra útskýringu á því hvers vegna þeir þustu út úr bílnum aftur eftir nokkurra metra rúnt. Sá þriðji sagði hins vegar að hann og annar hinna fyrrnefndu hefðu vissulega lent í lítilsháttar stympingum við erlendan mann eftir að hafa reynt að þröngva upp á hann áfengissopa. Því hefði lokið þegar útlendingurinn féll í götuna og fékk skurð á hnakkann. Þeir hefðu þá stigið upp í bílinn og yfirgefið hann aftur eftir að sá erlendi sparkaði í áttina að honum, en þó bara til að spjalla við nærstadda. Hann kvaðst ekkert vita um alvarlega líkamsárás. Auk þess að vera í innbyrðis ósamræmi ganga þessar lýsingar í berhögg við það sem fram kom í máli mannanna fyrst eftir handtöku, þegar þeir virtust kannast öllu betur við að einhver hefði mátt þola alvarlegar barsmíðar, og ekki síst við vitnaskýrslur. Vitni hafa nefnilega flest borið um að menn sem svara býsna nákvæmlega til lýsinga á sakborningunum þremur hafi stigið út úr bílnum, gengið í skrokk á Grikkjanum og meðal annars sparkað ítrekað í höfuð hans. Fyrir dómi hafði minni vitnanna þó daprast verulega frá því í lögregluskýrslum – en það þarf þó ekki að vera óeðlilegt, enda bráðum tvö ár frá því að árásin var framin í maí 2010. Saksóknarinn fór fram á það að fá að taka símaskýrslu af móður ferðamannsins, úr því að hann væri sjálfur fallinn frá, til að hún gæti borið um andlegt ástand hans eftir árásina. Verjendur mótmæltu þessu harðlega, enda gæti hún ekki með nokkru móti tjáð sig um sakarefnið eins og er hlutverk vitna. Brotaþolinn látni hafði gert 1.226 þúsunda króna miskabótakröfu á hendur sakborningunum og verður þeirri kröfu haldið á lofti í einkamáli. Aðalmeðferðinni verður fram haldið á morgun, og þá tekin fyrir framhaldsákæra á hendur einum þremenninganna og öðrum manni vegna minniháttar líkamsárásar. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira