Enn má tilnefna til Samfélagsverðlauna 26. janúar 2012 05:00 Handhafar Samfélagsverðlauna árið 2011 Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu og afhenti forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, verðlaunahöfum viðurkenningar. Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu af ósérhlífnu fólki og oft og tíðum án þess að mikið fari fyrir þeim. Tilnefna má til verðlaunanna í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf einstaklings. Í fyrra bárust nærri fjögurhundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna en að loknum tilnefningarfresti tekur dómnefnd við og útnefnir þrjá í hverjum flokki, þar af einn sem sjálf verðlaunin hlýtur. Sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna en í fyrra komu þau í hlut Reykjadals í Mosfellsbæ. Í sumarbúðunum þar dveljast árlega á milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu en um skeið var tvísýnt um hvort leggja þyrfti starfsemi sumarbúðanna niður vegna fjárskorts. Til Samfélagsverðlaunanna má tilnefna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í þeim flokki nema verðlaunin einni milljón króna. Hvunndagshetjan í fyrra var Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður sem vann björgunarafrek í Þórsmörk í ágúst 2010. Til hvunndagshetju má tilnefna einstaklinga sem hafa sýnt einstaka óeigingirni eða hugrekki, við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Jón Stefánsson kórstjóri verðlaunin í fyrra. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt, einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum má tilnefna einstaklinga eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum. Verðlaun í þessum flokki komu í fyrra í hlut Listasmiðjunnar Litrófs en í henni er unnið að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í fyrra í hlut Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundar, en þau eru veitt einstaklingi sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. Tilnefna má til Samfélagsverðlauna á visir.is/samfelagsverðlaun. steinunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Frestur lesenda til að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins rennur út í næstu viku, miðvikudaginn 1. febrúar. Markmiðið með Samfélagsverðlaununum er að beina sjónum að góðum verkum sem unnin eru í samfélaginu af ósérhlífnu fólki og oft og tíðum án þess að mikið fari fyrir þeim. Tilnefna má til verðlaunanna í fjórum flokkum en einnig eru veitt heiðursverðlaun fyrir ævistarf einstaklings. Í fyrra bárust nærri fjögurhundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna en að loknum tilnefningarfresti tekur dómnefnd við og útnefnir þrjá í hverjum flokki, þar af einn sem sjálf verðlaunin hlýtur. Sjálf Samfélagsverðlaunin nema einni milljón króna en í fyrra komu þau í hlut Reykjadals í Mosfellsbæ. Í sumarbúðunum þar dveljast árlega á milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu en um skeið var tvísýnt um hvort leggja þyrfti starfsemi sumarbúðanna niður vegna fjárskorts. Til Samfélagsverðlaunanna má tilnefna félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mannúðar- eða náttúruverndarstarf. Í þeim flokki nema verðlaunin einni milljón króna. Hvunndagshetjan í fyrra var Ásmundur Þór Kristmundsson björgunarsveitarmaður sem vann björgunarafrek í Þórsmörk í ágúst 2010. Til hvunndagshetju má tilnefna einstaklinga sem hafa sýnt einstaka óeigingirni eða hugrekki, við einn atburð eða með vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. Í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar hlaut Jón Stefánsson kórstjóri verðlaunin í fyrra. Þar koma til greina kennarar, leiðbeinendur, þjálfarar eða aðrir uppfræðarar sem skarað hafa fram úr á einhvern hátt, einnig félagasamtök sem sinna börnum af sérstökum metnaði og alúð. Í flokknum Til atlögu gegn fordómum má tilnefna einstaklinga eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum. Verðlaun í þessum flokki komu í fyrra í hlut Listasmiðjunnar Litrófs en í henni er unnið að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna. Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins komu í fyrra í hlut Jennu Jensdóttur, kennara og rithöfundar, en þau eru veitt einstaklingi sem hefur helgað líf sitt baráttu fyrir betra samfélagi. Tilnefna má til Samfélagsverðlauna á visir.is/samfelagsverðlaun. steinunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira