Afar jákvæðar fréttir fyrir þjóðarbúið allt 28. janúar 2012 06:45 Steingrímur J. Sigfússon Segir reglugerðina um loðnukvóta vertíðarinnar með þeim skemmtilegri sem hann hefur undirritað.fréttablaðið/gva Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Heildaraflamark vertíðarinnar verður 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonn umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukningin til íslenskra skipa nemur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Steingrímur segir um afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg að ræða og þjóðarbúið allt þar sem áætlað er að útflutningsverðmæti vertíðarinnar geti numið allt að 30 milljörðum króna. Þessi verðmætaaukning muni hafa jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur fyrir árið 2012. „Þetta er með skemmtilegri reglugerðum sem ég hef skrifað undir," segir Steingrímur. „Veiðistofninn reyndist jafn stór og vonir stóðu til á grundvelli mælinga á ungloðnu og rúmlega það. Kvótinn til íslensku skipanna er stór og gæti stækkað á síðari stigum vertíðarinnar takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar sínar heimildir." Steingrímur segir að búhnykkurinn sé verulegur, ef allt fer sem horfir, og gæti reynst innlegg í hagvöxt ársins upp á 0,6% miðað við verðmæti vertíðarinnar í fyrra. „Þetta ræðst af mörkuðum en ef verða sæmilegar gæftir þá stefnir í afar góða vertíð." - shá Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra sjávarútvegsmála, hefur undirritað reglugerð þar sem endanlegt útgefið aflamark í loðnu er ákveðið í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar. Heildaraflamark vertíðarinnar verður 765 þúsund tonn. Er það 33 þúsund tonn umfram þær spár sem lágu til grundvallar bráðabirgðaaflamarki. Aukningin til íslenskra skipa nemur alls 372 þúsund tonnum og því verður heildaraflamark íslenskra skipa tæplega 554 þúsund tonn. Þessi aukning er meiri en heildarúthlutun til íslenskra skipa á öllu árinu 2011. Steingrímur segir um afar jákvæðar fréttir fyrir íslenskan sjávarútveg að ræða og þjóðarbúið allt þar sem áætlað er að útflutningsverðmæti vertíðarinnar geti numið allt að 30 milljörðum króna. Þessi verðmætaaukning muni hafa jákvæð áhrif á hagvaxtarhorfur fyrir árið 2012. „Þetta er með skemmtilegri reglugerðum sem ég hef skrifað undir," segir Steingrímur. „Veiðistofninn reyndist jafn stór og vonir stóðu til á grundvelli mælinga á ungloðnu og rúmlega það. Kvótinn til íslensku skipanna er stór og gæti stækkað á síðari stigum vertíðarinnar takist erlendum skipum ekki að fullnýta allar sínar heimildir." Steingrímur segir að búhnykkurinn sé verulegur, ef allt fer sem horfir, og gæti reynst innlegg í hagvöxt ársins upp á 0,6% miðað við verðmæti vertíðarinnar í fyrra. „Þetta ræðst af mörkuðum en ef verða sæmilegar gæftir þá stefnir í afar góða vertíð." - shá
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira