Betri er krókur en kelda Ingimar Einarsson skrifar 30. janúar 2012 06:00 Nú í byrjun árs hefur enn á ný blossað upp umræða um fyrirhugaða byggingu nýja Landspítalans. Tveir forsvarsmenn spítalans, Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, hafa farið mikinn í Fréttablaðinu og víðar. Nafnkunnir læknar og fyrrum ráðherrar hafa hreyft andmælum. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa tekið af allan vafa um stuðning sinn við verkefnið. Á sama tíma sýna skoðanakannanir að almenningur er andsnúinn þessum áformum. Það bendir því margt til þess að við núverandi aðstæður geti orðið erfitt að ná sátt um byggingu nýja Landspítalans. Nýr spítaliAf hálfu Landspítalafólksins er því haldið fram að Landspítalinn sé mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem myndast hefur við Vatnsmýrina á undanförnum árum. Nálægð við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Íslenska erfðagreiningu og fyrirhugaða Vísindagarða er talin mikilvæg fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Nýi spítalinn sé best staðsettur við Hringbrautina eins og reyndar er búið að ákveða a.m.k. þrisvar sinnum. Í nýjum Landspítala verði öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi, einbýli muni draga verulega úr spítalasýkingum, vélskömmtun lyfja stuðli að auknu öryggi við lyfjagjafir, minniháttar skoðanir og viðtöl geti farið fram á stofu sjúklings, svo fá dæmi séu tekin. Jafnframt geti nýi spítalinn sinnt betur sínum rannsóknar- og kennsluskyldum og betri skilyrði skapist fyrir teymisvinnu fagfólks. Reiknimeistarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í þriggja milljarða hagræði hljótist árlega af því að hafa alla starfsemi Landspítalans á einum stað. Sambærileg upphæð á ári hverju myndi duga til að borga niður væntanlegt lán lífeyrissjóðanna á nokkrum áratugum. Breytt skipulag og áherslurÍ nágrannalöndum okkar standa yfir víðtækar breytingar á þjónustu sjúkrahúsa. Síðustu tveir áratugir hafa reyndar einkennst af sameiningu sjúkrahúsa og aukinni tæknivæðingu. Þessar breytingar hafa einkum verið gerðar í ljósi þess að aukin sérhæfing í sjúkrahúsrekstri kalli á stærri einingar og samþættingu starfseminnar á stærri landsvæðum en áður. Með hliðsjón af yfirstandandi breytingum á stofnunum heilbrigðiskerfisins mætti ætla að innan fárra ára verði aðeins tvö sjúkrahús sem geti staðið undir nafni sem sérgreina- og hátæknisjúkrahús á Íslandi, þ.e. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Í kjölfar þessara umskipta er það hald margra að á landsbyggðinni verði grunnþjónusta á sviði heilsugæslu og öldrunarþjónustu mest áberandi. Engu að síður má telja víst að stærstu landsbyggðarsjúkrahúsin muni áfram gegna veigamiklu hlutverki sem vettvangur fyrir m.a. minni inngrip og þjónustu við langveika sjúklinga. Við upplifum nú einnig þær breytingar að í stað megináherslu á sérhæfða meðhöndlun og lækningar sjúkdóma er nú æ ríkari áhersla lögð á forvarnir, heilsuvernd, greiningu og fræðslu, auk endurhæfingar vegna afleiðinga sjúkdóma og annarra áfalla. Þessum viðfangsefnum er í vaxandi mæli gert jafn hátt undir höfði og annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. Ný umgjörðEf marka má það sem komið hefur fram í greinarskrifum dagblaðanna undanfarið, virðist umræðan um nýja Landspítalann vera á villigötum. Í stað þess að líta á heilbrigðiskerfið í heild sinni og meginþætti þess, skipa menn sér í fylkingar með eða á móti nýja Landspítalanum. Nær væri að setja sér markmið um að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Til þess að svo megi verða er brýnt að skapa umgjörð um samvinnu og skipulag þjónustuþátta sem tæki á helstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og legði sömuleiðis línurnar fyrir markvissari forgangsröðun verkefna. Heilsugæslan hefur átt undir högg að sækja um langt árabil jafnvel þótt hin síðari ár hafi verið skýrt kveðið á um að hún skuli að jafnaði vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Nú vantar fjölda heimilislækna bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Til þess að ná jafnvægi í mönnun heilsugæslunnar þyrfti að tryggja að um helmingur þeirra lækna sem útskrifast næstu tíu árin leggi fyrir sig heimilislækningar. Jafnhliða er mikilsvert að þess verði freistað að koma á skipulegri þjónustustýringu til að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga. Áætlun um frekari uppbyggingu og þróun heilbrigðiskerfisins getur þannig ekki leyft sér að taka aðeins mið af eflingu sjúkrahúsþjónustunnar. Samhæfð áætlunEndanleg niðurstaða um hvort ráðist verður í byggingu nýja Landspítalans verður væntanlega tekin á Alþingi á yfirstandandi þingi. Sú ákvörðun mun trúlega ráðast af því hvort ríkisstjórninni takist að sannfæra þingheim um hvort fjárhagslegur, jafnt sem faglegur grundvöllur sé fyrir framkvæmdinni. Enginn vafi er á því að nýr Landspítali muni verða flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og lyftistöng fyrir alla meðferð, lækningar, kennslu og rannsóknar- og þróunarstarf í landinu. Jafnmikilvægt er að tryggja að samtímis verði ráðist í eflingu heilsugæslunnar og tryggt að forvörnum og heilsuvernd sé sinnt til samræmis við það sem best gerist annars staðar. Ekki verður heldur litið framhjá því að starfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Núverandi staða heilbrigðismála kallar á raunhæfa framtíðarsýn og samhæfða framkvæmdaáætlun. Sú áætlun verður að taka jafnt til uppbyggingar hins nýja spítala sem og eflingar heilsugæslunnar. Til að forðast misskilning skal að lokum undirstrikað að þessi verkefni þola ekki langa bið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Virkjum tækifærin sem nýsköpun færir heilbrigðismálum Freyr Hólm Ketilsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú í byrjun árs hefur enn á ný blossað upp umræða um fyrirhugaða byggingu nýja Landspítalans. Tveir forsvarsmenn spítalans, Jóhannes M. Gunnarsson, læknisfræðilegur verkefnisstjóri, og Björn Zoëga, forstjóri Landspítala, hafa farið mikinn í Fréttablaðinu og víðar. Nafnkunnir læknar og fyrrum ráðherrar hafa hreyft andmælum. Hjúkrunarfræðingar á Landspítala hafa tekið af allan vafa um stuðning sinn við verkefnið. Á sama tíma sýna skoðanakannanir að almenningur er andsnúinn þessum áformum. Það bendir því margt til þess að við núverandi aðstæður geti orðið erfitt að ná sátt um byggingu nýja Landspítalans. Nýr spítaliAf hálfu Landspítalafólksins er því haldið fram að Landspítalinn sé mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem myndast hefur við Vatnsmýrina á undanförnum árum. Nálægð við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Íslenska erfðagreiningu og fyrirhugaða Vísindagarða er talin mikilvæg fyrir framþróun heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Nýi spítalinn sé best staðsettur við Hringbrautina eins og reyndar er búið að ákveða a.m.k. þrisvar sinnum. Í nýjum Landspítala verði öryggi og vellíðan sjúklinga í öndvegi, einbýli muni draga verulega úr spítalasýkingum, vélskömmtun lyfja stuðli að auknu öryggi við lyfjagjafir, minniháttar skoðanir og viðtöl geti farið fram á stofu sjúklings, svo fá dæmi séu tekin. Jafnframt geti nýi spítalinn sinnt betur sínum rannsóknar- og kennsluskyldum og betri skilyrði skapist fyrir teymisvinnu fagfólks. Reiknimeistarar hafa komist að þeirri niðurstöðu að hátt í þriggja milljarða hagræði hljótist árlega af því að hafa alla starfsemi Landspítalans á einum stað. Sambærileg upphæð á ári hverju myndi duga til að borga niður væntanlegt lán lífeyrissjóðanna á nokkrum áratugum. Breytt skipulag og áherslurÍ nágrannalöndum okkar standa yfir víðtækar breytingar á þjónustu sjúkrahúsa. Síðustu tveir áratugir hafa reyndar einkennst af sameiningu sjúkrahúsa og aukinni tæknivæðingu. Þessar breytingar hafa einkum verið gerðar í ljósi þess að aukin sérhæfing í sjúkrahúsrekstri kalli á stærri einingar og samþættingu starfseminnar á stærri landsvæðum en áður. Með hliðsjón af yfirstandandi breytingum á stofnunum heilbrigðiskerfisins mætti ætla að innan fárra ára verði aðeins tvö sjúkrahús sem geti staðið undir nafni sem sérgreina- og hátæknisjúkrahús á Íslandi, þ.e. Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA). Í kjölfar þessara umskipta er það hald margra að á landsbyggðinni verði grunnþjónusta á sviði heilsugæslu og öldrunarþjónustu mest áberandi. Engu að síður má telja víst að stærstu landsbyggðarsjúkrahúsin muni áfram gegna veigamiklu hlutverki sem vettvangur fyrir m.a. minni inngrip og þjónustu við langveika sjúklinga. Við upplifum nú einnig þær breytingar að í stað megináherslu á sérhæfða meðhöndlun og lækningar sjúkdóma er nú æ ríkari áhersla lögð á forvarnir, heilsuvernd, greiningu og fræðslu, auk endurhæfingar vegna afleiðinga sjúkdóma og annarra áfalla. Þessum viðfangsefnum er í vaxandi mæli gert jafn hátt undir höfði og annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu. Ný umgjörðEf marka má það sem komið hefur fram í greinarskrifum dagblaðanna undanfarið, virðist umræðan um nýja Landspítalann vera á villigötum. Í stað þess að líta á heilbrigðiskerfið í heild sinni og meginþætti þess, skipa menn sér í fylkingar með eða á móti nýja Landspítalanum. Nær væri að setja sér markmið um að tryggja betra jafnvægi milli heilsugæslu, sérgreinalækninga og sjúkrahúsþjónustu. Til þess að svo megi verða er brýnt að skapa umgjörð um samvinnu og skipulag þjónustuþátta sem tæki á helstu heilbrigðisvandamálum þjóðarinnar og legði sömuleiðis línurnar fyrir markvissari forgangsröðun verkefna. Heilsugæslan hefur átt undir högg að sækja um langt árabil jafnvel þótt hin síðari ár hafi verið skýrt kveðið á um að hún skuli að jafnaði vera fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Nú vantar fjölda heimilislækna bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Til þess að ná jafnvægi í mönnun heilsugæslunnar þyrfti að tryggja að um helmingur þeirra lækna sem útskrifast næstu tíu árin leggi fyrir sig heimilislækningar. Jafnhliða er mikilsvert að þess verði freistað að koma á skipulegri þjónustustýringu til að tryggja samfellu í þjónustu við sjúklinga. Áætlun um frekari uppbyggingu og þróun heilbrigðiskerfisins getur þannig ekki leyft sér að taka aðeins mið af eflingu sjúkrahúsþjónustunnar. Samhæfð áætlunEndanleg niðurstaða um hvort ráðist verður í byggingu nýja Landspítalans verður væntanlega tekin á Alþingi á yfirstandandi þingi. Sú ákvörðun mun trúlega ráðast af því hvort ríkisstjórninni takist að sannfæra þingheim um hvort fjárhagslegur, jafnt sem faglegur grundvöllur sé fyrir framkvæmdinni. Enginn vafi er á því að nýr Landspítali muni verða flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og lyftistöng fyrir alla meðferð, lækningar, kennslu og rannsóknar- og þróunarstarf í landinu. Jafnmikilvægt er að tryggja að samtímis verði ráðist í eflingu heilsugæslunnar og tryggt að forvörnum og heilsuvernd sé sinnt til samræmis við það sem best gerist annars staðar. Ekki verður heldur litið framhjá því að starfsemi sjálfstætt starfandi sérgreinalækna er einn af grunnþáttum heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Núverandi staða heilbrigðismála kallar á raunhæfa framtíðarsýn og samhæfða framkvæmdaáætlun. Sú áætlun verður að taka jafnt til uppbyggingar hins nýja spítala sem og eflingar heilsugæslunnar. Til að forðast misskilning skal að lokum undirstrikað að þessi verkefni þola ekki langa bið.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun