Er Barca enn besta liðið? Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. febrúar 2012 07:00 nordicphotos/getty Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Meistaradeild Evrópu hefst á ný eftir vetrarhlé í kvöld og fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar ber hæst leikur Evrópumeistaraliðs Barcelona frá Spáni sem mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Franska liðið Lyon tekur á móti APOEL frá Kýpur í hinni viðureign kvöldsins. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og að venju verður ítarleg umfjöllun um viðureignirnar fyrir og eftir leik. Knattspyrnumaðurinn Reynir Leósson er líkt og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur yfir því að Meistaradeildin sé að hefjast á ný – en Reynir er einn af sérfræðingunum í Meistaradeildarþáttunum á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um viðureignirnar við sérfræðingana Reyni og Pétur Marteinsson. „Það verður spennandi að sjá hvar Þjóðverjar standa í samanburðinum við besta félagslið heims undanfarin misseri," sagði Reynir þegar hann var spurður um við hverju má búast í stórleik Bayer Leverkusen og Barcelona. „Það má ekki gleyma því að að Barcelona skoraði 4 mörk að meðaltali í útileikjum sínum í riðlakeppninni. Það er mikið afrek og aðeins frábær lið sem gera slíkt." Barcelona sigraði með yfirburðum í H-riðli þar sem liðið vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli. Leverkusen endaði í öðru sæti með 10 stig í E-riðli á eftir Chelsea sem fékk 11 stig. Aðspurður segir Reynir að Leverkusen sé með frábæra leikmenn sem vert sé að veita athygli. „Leverkusen er með stóran kjarna af Þjóðverjum í liðinu, en það eru yfirleitt 8-9 þýskir leikmenn í byrjunarliðinu. Framherjinn stæðilegi Stefan Kiessling er spennandi leikmaður, stór og sterkur, um 1,90 m á hæð, og gríðarlega sterkur skallamaður. Hann hefur reyndar aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en er samt sem áður hættulegur leikmaður. Kantmennirnir Sidney Sam og André Schürrle eru hraðir og teknískir ungir leikmenn frá Þýskalandi. Þetta eru nöfn sem vert er að leggja á minnið." Að mati Reynis verður róðurinn þungur hjá Leverkusen. „Ég tel að úrslitin í þessum leik ráðist á miðsvæðinu. Þar ræður Barcelona ríkjum þrátt fyrir að liðið hafi aðeins hikstað eftir tilkomu Fabregas. Ég ætla samt sem áður ekki að afskrifa Leverkusen alveg strax. Þeir mega ekki gefa of mikið svæði á milli varnar og miðju fyrir miðjumenn Barcelona til þess að athafna sig. Ekkert lið getur komist upp með það að láta slitna á milli miðju og varnar gegn Barcelona. Í sóknarleiknum gæti Leverkusen nýtt sér veikleika í vörn Barcelona. Þeir þurfa að senda margar fyrirgjafir inn í vítateiginn og láta miðverði Barcelona hafa fyrir því. Þeir hafa oft lent í vandræðum með háa og líkamlega sterka leikmenn. Hápressan hefur ekki verið að virka hjá Barcelona í deildinni að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að þeir hafa verið að fá svona mörg mörk á sig. Varnarlínan hefur fengið of mikið að gera eftir lélega pressu. Það er lykilatriðið fyrir Leverkusen að þora að halda boltanum, spila sig í gegnum pressuvörnina hjá Barcelona, koma boltanum út á kantana og fá góðar fyrirgjafir. Ef þeim tekst það gætu þeir sært Barcelona líkt og Osasuna gerði í síðustu umferð spænsku deildarkeppninnar," sagði Reynir Leósson. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna. Meistaradeild Evrópu hefst á ný eftir vetrarhlé í kvöld og fara fram tveir leikir í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar ber hæst leikur Evrópumeistaraliðs Barcelona frá Spáni sem mætir Bayer Leverkusen í Þýskalandi. Franska liðið Lyon tekur á móti APOEL frá Kýpur í hinni viðureign kvöldsins. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og að venju verður ítarleg umfjöllun um viðureignirnar fyrir og eftir leik. Knattspyrnumaðurinn Reynir Leósson er líkt og aðrir fótboltaáhugamenn spenntur yfir því að Meistaradeildin sé að hefjast á ný – en Reynir er einn af sérfræðingunum í Meistaradeildarþáttunum á Stöð 2 sport. Upphitun fyrir leikina hefst kl. 19.00 þar sem Þorsteinn J. Vilhjálmsson ræðir um viðureignirnar við sérfræðingana Reyni og Pétur Marteinsson. „Það verður spennandi að sjá hvar Þjóðverjar standa í samanburðinum við besta félagslið heims undanfarin misseri," sagði Reynir þegar hann var spurður um við hverju má búast í stórleik Bayer Leverkusen og Barcelona. „Það má ekki gleyma því að að Barcelona skoraði 4 mörk að meðaltali í útileikjum sínum í riðlakeppninni. Það er mikið afrek og aðeins frábær lið sem gera slíkt." Barcelona sigraði með yfirburðum í H-riðli þar sem liðið vann 5 leiki og gerði eitt jafntefli. Leverkusen endaði í öðru sæti með 10 stig í E-riðli á eftir Chelsea sem fékk 11 stig. Aðspurður segir Reynir að Leverkusen sé með frábæra leikmenn sem vert sé að veita athygli. „Leverkusen er með stóran kjarna af Þjóðverjum í liðinu, en það eru yfirleitt 8-9 þýskir leikmenn í byrjunarliðinu. Framherjinn stæðilegi Stefan Kiessling er spennandi leikmaður, stór og sterkur, um 1,90 m á hæð, og gríðarlega sterkur skallamaður. Hann hefur reyndar aðeins skorað eitt mark á tímabilinu en er samt sem áður hættulegur leikmaður. Kantmennirnir Sidney Sam og André Schürrle eru hraðir og teknískir ungir leikmenn frá Þýskalandi. Þetta eru nöfn sem vert er að leggja á minnið." Að mati Reynis verður róðurinn þungur hjá Leverkusen. „Ég tel að úrslitin í þessum leik ráðist á miðsvæðinu. Þar ræður Barcelona ríkjum þrátt fyrir að liðið hafi aðeins hikstað eftir tilkomu Fabregas. Ég ætla samt sem áður ekki að afskrifa Leverkusen alveg strax. Þeir mega ekki gefa of mikið svæði á milli varnar og miðju fyrir miðjumenn Barcelona til þess að athafna sig. Ekkert lið getur komist upp með það að láta slitna á milli miðju og varnar gegn Barcelona. Í sóknarleiknum gæti Leverkusen nýtt sér veikleika í vörn Barcelona. Þeir þurfa að senda margar fyrirgjafir inn í vítateiginn og láta miðverði Barcelona hafa fyrir því. Þeir hafa oft lent í vandræðum með háa og líkamlega sterka leikmenn. Hápressan hefur ekki verið að virka hjá Barcelona í deildinni að undanförnu. Það er ástæðan fyrir því að þeir hafa verið að fá svona mörg mörk á sig. Varnarlínan hefur fengið of mikið að gera eftir lélega pressu. Það er lykilatriðið fyrir Leverkusen að þora að halda boltanum, spila sig í gegnum pressuvörnina hjá Barcelona, koma boltanum út á kantana og fá góðar fyrirgjafir. Ef þeim tekst það gætu þeir sært Barcelona líkt og Osasuna gerði í síðustu umferð spænsku deildarkeppninnar," sagði Reynir Leósson.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn