Stórhækkun orkuverðs er nú boðuð Einar K. Guðfinnsson skrifar 1. mars 2012 06:00 Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hægt og hljótt, en ákveðið og örugglega, er verið að leggja drög að tvöföldun raforkuverðs hér á landi og 50% hækkun innkaupaverðs almenna markaðarins. Þessi skýra stefnumörkun stjórnvalda kom fram í svari Oddnýjar G. Harðardóttur, starfandi iðnaðarráðherra, við fyrirspurn minni á Alþingi sl. mánudag. Þetta mun að óbreyttu hafa gríðarleg áhrif á afkomu heimilanna og þyngja byrðar atvinnulífsins. Spurning mín til ráðherrans var svohljóðandi: Hver verður þróun raforkuverðs á næstu árum, á almennum markaði, miðað við áform Landsvirkjunar um aukna arðsemi og að orkuverð fyrirtækisins fylgi þróun orkuverðs í Evrópu? Svar ráðherrans var skýrt og rímar við það sem fram kemur í skýrslu iðnaðarráðherra um heildstæða orkustefnu fyrir Ísland, sem lögð var fyrir Alþingi fyrr á þessu þingi. En orðrétt sagði ráðherrann í svari sínu til mín: „Hlutdeild orkukostnaðar í rafmagnsreikningi heimilanna er rétt undir 50%. Hin 50% eru vegna kostnaðar við dreifingu og flutning auk 12 aura orkuskatts. Því mun almenn 100% hækkun orkuhlutans valda tæplega 50% hækkun innkaupsverðs almenna markaðarins". Horfið frá núgildandi stefnuHér er verið að hverfa frá stefnu sem gilt hefur áratugum saman. Hún hefur falist í því að láta almenna notendur og atvinnulífið njóta þess að við eigum hér mikla endurnýjanlega orku sem hægt er að selja við lægra verði en þekkist víðast í Evrópu. Þessi stefnumörkun hefur verið mjög til hagsbóta fyrir almennt atvinnulíf og almenning. Þannig höfum við fært arðinn af orkuframkvæmdum okkar til fólksins í landinu. Nú er ætlunin að gera breytingu á. Stjórnvöld hyggjast stuðla að mjög mikilli hækkun raforkuverðs og sjá síðan til þess að það fylgi almennri verðþróun í Evrópu. Þar er áætlað að orkuverð tvöfaldist á næstu 20 árum. Vel má vera að þessar hækkanir verði enn stórkarlalegri. Þróun olíuverðs að undanförnu gefa að minnsta kosti ekki miklar vonir um að það fari lækkandi. Og svo vill nú til að jarðefniseldsneyti er ráðandi á orkumarkaði í öðrum löndum. Verðlagsþróun á þeim markaði mun því hafa mjög stefnumarkandi áhrif á verðþróun hér á landi. Ákall um lægra verð til almennings og atvinnurekstursÞað er því af sú tíð, þegar við Íslendingar kepptumst við að leggja af olíu sem orkugjafa til heimila, til þess meðal annars að lækka útgjöld þeirra. Nú mun orkuverðið fylgja þeirri verðþróun sem í Evrópu verður. Á sama tíma og stjórnvöld boða þessa miklu hækkun raforkuverðsins, heyrum við ákall stórra raforkukaupenda eins og garðyrkjunnar um lægra orkuverð. Og stjórnskipuð nefnd hefur skilað tillögum um lækkun húshitunarkostnaðar, sem er mjög brýnt mál. Hætt er við að sú lækkun hverfi fljótt þegar verðstefna stjórnvalda fer að bera ávöxt. Eða trúir einhver því að pólitískar ráðstafanir dugi til þess til langframa að halda niðri orkuverði, t.d. til húshitunar á svo kölluðum köldum svæðum, eftir að búið er að hækka verð orkuhlutans um 100%; tvöfalda það sem sagt? Þessi spurning svarar sér sjálf. Er hækkun orkuverðsins tilfærsla á milli vasa?Því er haldið fram að þessi nýja stefna sé góð fyrir almennt atvinnulíf í landinu og heimilin vegna þess að arðurinn af hærra raforkuverði renni inn í sameiginlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Þetta sé eins konar tilfærsla á milli vasa! En er það svo? Er ekki skynsamlegra að gæta hófs í verðlagningunni og gefa atvinnulífinu og heimilunum betra svigrúm? Er það ekki líklegra til þess að bæta hér lífskjör og styrkja samfélagslegar forsendur okkar? Það er brýnt að ræða þessi mál, með efnislegum hætti. Svona stórpólitískar ákvarðanir, sem hafa munu miklar afleiðingar í för með sér, á ekki að taka án þess að mönnum sé ljóst til hvers þær muni leiða.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar