Baráttan heldur áfram Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2012 06:00 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars, eru þúsundir viðburða um allan heim um viðfangsefni jafnréttisbaráttunnar. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn baráttunni gegn hungri og fátækt milljóna kvenna og stúlkubarna. Saga þessa dags spannar nú eina öld og eitt ár betur. Frá upphafi var áherslan á launajafnrétti, bættar vinnuaðstæður og hóflegan vinnutíma. Nú vitum við að líka þarf að breyta menningunni, staðalmyndunum, forgangsröðun stjórnmálanna og efnahagsmálanna og virða þarfir og framlag kvenna og karla til samfélagsins að jöfnu. Krafan er að konur komi að mótun og stjórnun samfélagsins á öllum sviðum þess til jafns við karla. Íslandi hefur í þrjú ár í röð verið skipað í efsta sæti árlegs lista Alþjóða efnahagsráðsins yfir stöðu jafnréttismála í heiminum. En listinn sýnir líka að mikið vantar upp á að árangur okkar varðandi launamun kynja og hlut kvenna í stjórnunar- og áhrifastöðum sé sambærilegur við árangur á öðrum sviðum jafnréttismálanna. Á næsta ári taka gildi lög um hlut kynja í stjórnum fyrirtækja. Lögin voru sett í kjölfar þess að árum saman hafði atvinnulífinu ekki tekist af eigin rammleik að auka hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja svo neinu næmi, þrátt fyrir stóraukna menntun kvenna og þrátt fyrir að rannsóknir hafi leitt í ljós að fyrirtæki sem er stjórnað af báðum kynjum eru einfaldlega betur rekin. Nýlega var sýnt fram á að um 200 stjórnarsæti bíða þess að verða skipuð konum. Ég er sannfærð um að íslenskar konur eru tilbúnar til að svara kallinu – sem og atvinnulífið allt. Um þessar mundir er unnið að framkvæmdaáætlun um launajafnrétti kynja, sem verður kynnt síðar í þessum mánuði. Þá hefur verið ákveðið að gera áætlun um endurreisn fæðingarorlofskerfisins, þar sem marka á stefnu um hækkun á greiðslum í áföngum sem og lengingu orlofsins upp í 12 mánuði. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi, þ. á m. hafa lagaákvæði verið hert, en þessari baráttu er bráðnauðsynlegt að halda áfram af fullum krafti. Þessi þrjú mál verða forgangsmál ríkisstjórnar minnar í jafnréttismálum næstu misserin.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun