Enn er mikið verk að vinna Guðbjartur Hannesson skrifar 8. mars 2012 06:00 Ídag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heimsins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barneignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni. Staða okkar er öðruvísi, bæði er eftirlaunaaldur hærri og fæðingartíðni með því mesta sem gerist. Engu að síður þurfum við að vera vakandi yfir breytingum og kjörum sístækkandi hóps eldri borgara. Við búum að öflugum lífeyrissjóðum og almannatryggingum sem tryggja fólki lágmarksframfærslu. Það er staðreynd að stór hluti kvenna sem nú er á eftirlaunaaldri sinnti einkum börnum og búi. Margar voru í hlutastarfi á vinnumarkaði, oft á lágum launum og borguðu því lítið í lífeyrissjóði. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um kjör eldri borgara hér á landi en þetta breytist eftir því sem hlutverk lífeyrissjóðanna eykst. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) um jafnrétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Þetta er ánægjulegt og mikilvægt að sjá að við þokumst fram á við og náum árangri. Staðan í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið. Enn er mikið verk að vinna meðan hallar á konur félagslega og efnahagslega. Af brýnum verkefnum ber fyrst að nefna launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst þrátt fyrir lög og ýmsar aðgerðir í áranna rás. Tölur sýna að eftir hrunið haustið 2008 dró saman með kynjunum og launabilið minnkaði. Nýjustu fregnir benda til þess að launamunurinn aukist að nýju, í það minnsta í ákveðnum starfsstéttum. Því er mikilvægt að grípa þegar til aðgerða til að stöðva þessa þróun og þar gegna atvinnurekendur og stjórnendur meginhlutverki. Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á landsbyggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum verður Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætlun til að taka á honum. Nýlega tók til starfa á vegum velferðarráðuneytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árangursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafnlaunastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var. Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynskiptur og störf metin eftir því hvort þau eru að mestu unnin af konum eða körlum. Þar ríkja aldagamlar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna sem ættu að vera horfnar fyrir löngu. Við þurfum að herða róðurinn við að breyta staðalmyndum kynjanna sem koma í veg fyrir að karlar leiti í umönnunarstörf og konur í störf iðnaðarmanna eða tölvutækni svo dæmi séu tekin. Mestu skiptir að rótgrónar hugmyndir komi ekki í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast við val á námi og starfi. Laun skipta verulegu máli við val á störfum og löngu tímabært að endurmeta launakerfi í ljósi gjörbreytts þjóðfélags þar sem umönnun barna og gamals fólks gegnir lykilhlutverki við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Ef umönnunarstétta nyti ekki við ættu margir erfitt með að stunda vinnu utan heimilis. Við megum ekki gleyma því hve uppbygging velferðarþjónustu, svo sem fæðingarorlofs og leik- og grunnskóla, á ríkan þátt í því kynjajafnrétti sem hér ríkir þrátt fyrir allt. Eitt þeirra verkefna sem velferðarráðuneytið mun setja á oddinn á næstunni er að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Árið 2008 var í undirbúningi að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Enn gefa ríkisfjármálin ekki svigrúm til þess en verkefnið er geymt en ekki gleymt. Enn eitt mál sem á okkur brennur er áberandi kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu. Nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga gangi í gildi en það verður í september 2013. Einstaka fyrirtæki hafa þegar brugðist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvótum verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel. Að lokum vil ég nefna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins leiddi í ljós að um það bil fimmta hver kona hér á landi upplifir ofbeldi í nánum samböndum og yfir 40% kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Innan skamms mun ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós byggð á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Vonandi tekst okkur að búa betur að þolendum, fræða almenning og fagstéttir og það sem skiptir mestu máli — að draga úr ofbeldi karla gegn konum sem á ekki að líðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ídag er haldið upp á alþjóðlegan baráttudag kvenna í 101. sinn. Í tilefni dagsins sendi ég konum um land allt baráttukveðjur. Sameinuðu þjóðirnar helga daginn valdeflingu kvenna í dreifbýli og útrýmingu hungurs og fátæktar. Í Reykjavík verður sjónum beint að stöðu eldri kvenna við starfslok. Þetta er þarft umfjöllunarefni. Mikill auður og reynsla býr með þeim sem eldri eru en laun heimsins eru ekki alltaf í samræmi við það. Úti í Evrópu er mikið rætt um að lengja starfsævina í ljósi þess hve líf fólks hefur lengst en barneignum fækkað. Þar er spurt hver á að vinna fyrir velferð borgaranna í framtíðinni. Staða okkar er öðruvísi, bæði er eftirlaunaaldur hærri og fæðingartíðni með því mesta sem gerist. Engu að síður þurfum við að vera vakandi yfir breytingum og kjörum sístækkandi hóps eldri borgara. Við búum að öflugum lífeyrissjóðum og almannatryggingum sem tryggja fólki lágmarksframfærslu. Það er staðreynd að stór hluti kvenna sem nú er á eftirlaunaaldri sinnti einkum börnum og búi. Margar voru í hlutastarfi á vinnumarkaði, oft á lágum launum og borguðu því lítið í lífeyrissjóði. Þetta verður að hafa í huga þegar rætt er um kjör eldri borgara hér á landi en þetta breytist eftir því sem hlutverk lífeyrissjóðanna eykst. Samkvæmt mælingum Alþjóðaefnahagsráðsins (WEF) um jafnrétti kynjanna hefur Ísland reynst standa sig best í heiminum síðustu þrjú ár. Þetta er ánægjulegt og mikilvægt að sjá að við þokumst fram á við og náum árangri. Staðan í stjórnmálum, hátt menntunarstig og ýmis félagsmál skila okkur efsta sætinu en staðan á vinnumarkaði er okkar veika hlið. Enn er mikið verk að vinna meðan hallar á konur félagslega og efnahagslega. Af brýnum verkefnum ber fyrst að nefna launamisrétti kynjanna sem enn viðgengst þrátt fyrir lög og ýmsar aðgerðir í áranna rás. Tölur sýna að eftir hrunið haustið 2008 dró saman með kynjunum og launabilið minnkaði. Nýjustu fregnir benda til þess að launamunurinn aukist að nýju, í það minnsta í ákveðnum starfsstéttum. Því er mikilvægt að grípa þegar til aðgerða til að stöðva þessa þróun og þar gegna atvinnurekendur og stjórnendur meginhlutverki. Stór könnun árið 2008 sýndi mun meiri launamun kynjanna á landsbyggðinni en í þéttbýli. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum verður Byggðastofnun falið að greina orsakir þessa launamunar og síðan verður samin aðgerðaáætlun til að taka á honum. Nýlega tók til starfa á vegum velferðarráðuneytisins framkvæmdanefnd um launajafnrétti kynjanna sem á að samhæfa aðgerðir til að draga úr launamisrétti. Ætlunin er að safna saman upplýsingum um árangursríkar aðgerðir og blása svo til sóknar. Enn er unnið að gerð jafnlaunastaðals en það hefur reynst mun flóknara verk en ætlað var. Íslenskur vinnumarkaður er enn mjög kynskiptur og störf metin eftir því hvort þau eru að mestu unnin af konum eða körlum. Þar ríkja aldagamlar hugmyndir um hlutverk og stöðu kynjanna sem ættu að vera horfnar fyrir löngu. Við þurfum að herða róðurinn við að breyta staðalmyndum kynjanna sem koma í veg fyrir að karlar leiti í umönnunarstörf og konur í störf iðnaðarmanna eða tölvutækni svo dæmi séu tekin. Mestu skiptir að rótgrónar hugmyndir komi ekki í veg fyrir að fólk láti drauma sína rætast við val á námi og starfi. Laun skipta verulegu máli við val á störfum og löngu tímabært að endurmeta launakerfi í ljósi gjörbreytts þjóðfélags þar sem umönnun barna og gamals fólks gegnir lykilhlutverki við að halda hjólum atvinnulífsins gangandi. Ef umönnunarstétta nyti ekki við ættu margir erfitt með að stunda vinnu utan heimilis. Við megum ekki gleyma því hve uppbygging velferðarþjónustu, svo sem fæðingarorlofs og leik- og grunnskóla, á ríkan þátt í því kynjajafnrétti sem hér ríkir þrátt fyrir allt. Eitt þeirra verkefna sem velferðarráðuneytið mun setja á oddinn á næstunni er að hækka þakið á greiðslum í fæðingarorlofi sem vonandi eykur þátttöku feðra að nýju. Árið 2008 var í undirbúningi að lengja fæðingarorlof í tólf mánuði. Enn gefa ríkisfjármálin ekki svigrúm til þess en verkefnið er geymt en ekki gleymt. Enn eitt mál sem á okkur brennur er áberandi kynjahalli í stjórnum fyrirtækja í landinu. Nú styttist í að lög um kynjakvóta í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga gangi í gildi en það verður í september 2013. Einstaka fyrirtæki hafa þegar brugðist við og fjölgað konum en miklu betur má ef duga skal. Á vettvangi ríkis og sveitarfélaga hefur kvótum verið beitt í öllum nefndum, ráðum og stjórnum frá árinu 2008 og hefur það bæði tekist vel og gefist vel. Að lokum vil ég nefna baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi sem eitt brýnasta viðfangsefni samtímans. Könnun á vegum félagsmálaráðuneytisins leiddi í ljós að um það bil fimmta hver kona hér á landi upplifir ofbeldi í nánum samböndum og yfir 40% kvenna verða fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi á ævi sinni. Innan skamms mun ný aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar líta dagsins ljós byggð á þeirri þekkingu og reynslu sem fyrir liggur. Vonandi tekst okkur að búa betur að þolendum, fræða almenning og fagstéttir og það sem skiptir mestu máli — að draga úr ofbeldi karla gegn konum sem á ekki að líðast.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar