Tryggja meirihluta Rammaáætlunar 23. mars 2012 06:30 urriðafoss Fyrirhuguð virkjun við Urriðafoss fer í biðflokk ásamt tveimur öðrum virkjunum í Þjórsá.fréttablaðið/anton fréttablaðið/anton Unnið er að því að tryggja þingmeirihluta fyrir Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Áætlunin hefur verið afgreidd úr ríkisstjórn og er nú í þingflokkum stjórnarflokkanna. Tillögu verkefnisstjórnar er breytt og virkjanakostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Unnið er að því að tryggja meirihluta málsins. „Rammaáætlun er á lokametrunum," sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í byrjun febrúar. Þá var umsagnarferli um þingsályktunartillögu um áætlunina lokið og tillagan sjálf hafði verið boðuð í þinglega meðferð í janúar. Lokametrarnir virðast nokkuð langir, því tillagan hefur ekki enn litið dagsins ljós. Ástæða seinkunarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi hefur verið kallað eftir frekari gögnum varðandi ýmsa virkjunarkosti, nokkuð sem að var stefnt í ferlinu öllu. Alls bárust 225 umsagnir um málið. Ekki síður mikilvæg skýring á töfinni er að reynt hefur verið að tryggja málinu meirihluta áður en það kemur fyrir þingið. Það hefur reynst þrautin þyngri. Tryggja máliðAlls er tekin afstaða til 66 virkjanakosta í þessum öðrum áfanga áætlunarinnar. Þeir eru flokkaðir í þrjá flokka: verndar-, nýtingar- og biðflokk. Reynt hefur verið að tryggja sátt um þessa skiptingu áður en málið fer fyrir Alþingi á ný. Ef það tekst ekki eru líkur á því að tekist verði á um einstaka kosti og það gæti hleypt málinu í uppnám. Eigi að klára áætlunina á þessu þingi er ljóst að trauðla gengur að deila um hvern og einn þessara 66 kosta. Þess vegna hefur verið reynt að ná sátt í stjórnarmeirihlutanum um málið í heild sinni. Líkt og sést hér til hliðar hefur þegar verið boðuð tillaga um breytingu á einstökum kostum. Ríkisstjórnin hefur því lagt áherslu á sátt um málið fyrir þinglega meðferð. Þar hafa tekist á sjónarmið þeirra sem vilja aukna verndun í þágu náttúrunnar og þeirra sem vilja aukna nýtingu og beita rökum atvinnusköpunar. Þjórsá í biðflokkRíkisstjórnin hefur afgreitt Rammaáætlunina og hún er nú til kynningar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Gerðar eru nokkrar breytingar á tillögu verkefnastjórnarinnar. Þar ber hæst að allir þrír virkjanakostirnir í Þjórsá eru færðir úr nýtingarflokki og yfir í biðflokk, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þær herma að ætlunin sé að það verði um skamma hríð á meðan frekari gagna er aflað. Ljóst er að röksemdir um aðra nýtingu, til dæmis hugmyndir Orra Vigfússonar stjórnarformanns NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, um að gera ána að umfangsmikilli laxveiðiá, hafa mikið að segja í því ferli. Þá er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, einnig fyrirhugað að flytja eftirfarandi svæði á hálendinu í biðflokk: Hágöngur I og II og Strokköldu. Þá mun einnig vera fyrirhugað að Seltún, hluti Sveifluáss, fari í þann flokk, en það hefur ekki áhrif á nýtingu, þar sem ekki eru auðlindir á því litla svæði. Einnig hefur verið deilt um Reykjanesið og þær raddir gerst háværar að verndun þar verði umfangsmeiri. Samkvæmt þessum tillögum munu svæði þar verða nýtt til virkjana. Með nokkurri einföldun má því segja að virkjað verði á Reykjanesi en beðið með ákvörðun um virkjanir í Þjórsá. Þrettán ára ferliVinna við Rammaáætlun hófst vorið 1999 og hefur því staðið yfir í þrettán ár. Kostnaður við vinnuna nemur rúmum milljarði króna. Líkt og áður segir hefur áætlunin verið lengi á lokametrunum, en nú lítur út fyrir að hún fari að sjá dagsins ljós. Ætli ríkisstjórnin sér að klára málið á yfirstandandi þingi verður að leggja það fram fyrir 1. apríl, en þá rennur frestur fyrir ný þingmál út. Að öðrum kosti verður stjórnin að leita afbrigða til að málið komist á dagskrá og líkt og sást í tillögu um endurskoðun stjórnarskrár er ekki á vísan að róa í þeim efnum. Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Unnið er að því að tryggja þingmeirihluta fyrir Rammaáætlun um verndun og nýtingu náttúrusvæða. Áætlunin hefur verið afgreidd úr ríkisstjórn og er nú í þingflokkum stjórnarflokkanna. Tillögu verkefnisstjórnar er breytt og virkjanakostir færðir úr nýtingarflokki yfir í biðflokk. Unnið er að því að tryggja meirihluta málsins. „Rammaáætlun er á lokametrunum," sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í byrjun febrúar. Þá var umsagnarferli um þingsályktunartillögu um áætlunina lokið og tillagan sjálf hafði verið boðuð í þinglega meðferð í janúar. Lokametrarnir virðast nokkuð langir, því tillagan hefur ekki enn litið dagsins ljós. Ástæða seinkunarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi hefur verið kallað eftir frekari gögnum varðandi ýmsa virkjunarkosti, nokkuð sem að var stefnt í ferlinu öllu. Alls bárust 225 umsagnir um málið. Ekki síður mikilvæg skýring á töfinni er að reynt hefur verið að tryggja málinu meirihluta áður en það kemur fyrir þingið. Það hefur reynst þrautin þyngri. Tryggja máliðAlls er tekin afstaða til 66 virkjanakosta í þessum öðrum áfanga áætlunarinnar. Þeir eru flokkaðir í þrjá flokka: verndar-, nýtingar- og biðflokk. Reynt hefur verið að tryggja sátt um þessa skiptingu áður en málið fer fyrir Alþingi á ný. Ef það tekst ekki eru líkur á því að tekist verði á um einstaka kosti og það gæti hleypt málinu í uppnám. Eigi að klára áætlunina á þessu þingi er ljóst að trauðla gengur að deila um hvern og einn þessara 66 kosta. Þess vegna hefur verið reynt að ná sátt í stjórnarmeirihlutanum um málið í heild sinni. Líkt og sést hér til hliðar hefur þegar verið boðuð tillaga um breytingu á einstökum kostum. Ríkisstjórnin hefur því lagt áherslu á sátt um málið fyrir þinglega meðferð. Þar hafa tekist á sjónarmið þeirra sem vilja aukna verndun í þágu náttúrunnar og þeirra sem vilja aukna nýtingu og beita rökum atvinnusköpunar. Þjórsá í biðflokkRíkisstjórnin hefur afgreitt Rammaáætlunina og hún er nú til kynningar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Gerðar eru nokkrar breytingar á tillögu verkefnastjórnarinnar. Þar ber hæst að allir þrír virkjanakostirnir í Þjórsá eru færðir úr nýtingarflokki og yfir í biðflokk, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þær herma að ætlunin sé að það verði um skamma hríð á meðan frekari gagna er aflað. Ljóst er að röksemdir um aðra nýtingu, til dæmis hugmyndir Orra Vigfússonar stjórnarformanns NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, um að gera ána að umfangsmikilli laxveiðiá, hafa mikið að segja í því ferli. Þá er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, einnig fyrirhugað að flytja eftirfarandi svæði á hálendinu í biðflokk: Hágöngur I og II og Strokköldu. Þá mun einnig vera fyrirhugað að Seltún, hluti Sveifluáss, fari í þann flokk, en það hefur ekki áhrif á nýtingu, þar sem ekki eru auðlindir á því litla svæði. Einnig hefur verið deilt um Reykjanesið og þær raddir gerst háværar að verndun þar verði umfangsmeiri. Samkvæmt þessum tillögum munu svæði þar verða nýtt til virkjana. Með nokkurri einföldun má því segja að virkjað verði á Reykjanesi en beðið með ákvörðun um virkjanir í Þjórsá. Þrettán ára ferliVinna við Rammaáætlun hófst vorið 1999 og hefur því staðið yfir í þrettán ár. Kostnaður við vinnuna nemur rúmum milljarði króna. Líkt og áður segir hefur áætlunin verið lengi á lokametrunum, en nú lítur út fyrir að hún fari að sjá dagsins ljós. Ætli ríkisstjórnin sér að klára málið á yfirstandandi þingi verður að leggja það fram fyrir 1. apríl, en þá rennur frestur fyrir ný þingmál út. Að öðrum kosti verður stjórnin að leita afbrigða til að málið komist á dagskrá og líkt og sást í tillögu um endurskoðun stjórnarskrár er ekki á vísan að róa í þeim efnum.
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira