Öfgafemínismi Atli Fannar Bjarkason skrifar 24. mars 2012 06:00 Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar. Öfgar eru oft skilgreindar sem eitthvað sem fer út fyrir skynsamleg mörk. Jafnrétti í eðli sínu fer aldrei út fyrir skynsamleg mörk. Þess vegna er beinlínis hlægilegt að tala um öfgafemínisma. Fólk getur líka alveg verið ósammála, notað gífuryrði og viðrað skoðanir sem stangast á við almennt viðhorf, án þess að öfgar einkenni málflutninginn. Einu sinni þótti eflaust öfgafullt að skrifa um sjálfsfróun, kvennaknattspyrnu og kynlíf samkynhneigðra í víðlesnasta dagblað landsins. En ekki í dag. Þess vegna er furðulegt að sjá hversu auðvelt það er að raska ró fólks og fá það til að hrópa: „Öfgar!" Öfgahópar eru þekktir fyrir flest annað en að senda frá sér ályktanir og ræða málin á netinu. Fólk sem tilheyrir öfgahópum býr ekki heldur til myndaalbúm sem bendir fólki á það sem fólk segir á opinberum vettvangi. Loks þurfa rifrildi á netinu ekki að vera öfgafull. Það á að vera hægt að segja skoðanir sínar án þess að fá á sig stimpil. Þegar Femínistafélag Íslands stofnar vélhjólasamtökin Vagínur MC og byrjar að hafa í hótunum, stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, þá verður starfsemin komin út fyrir skynsamleg mörk. Þegar þekkt reðurtákn eins og Smáralind og tittlingurinn sem umlykur Fjölbrautaskólann í Breiðholti (skoðið á korti) verða sprengd í loft upp, þá getum við talað um öfgar. Og þegar þekktum körlum, sem hafa viðrað skoðanir sem hugnast ekki meðlimum Femínistafélagsins, verður rænt og þeir pyntaðir með dynjandi upplestri úr Píkusögum á meðan Run the World (Girls) með Beyoncé ómar úr öflugum hljómflutningstækjum, þá getum við bendlað samtökin við öfgar, þó hugtakið öfgafemínismi verði aldrei til. Fólk ruglar stundum saman því að vera öfgafullur og einfaldlega róttækur. Róttækt fólk vill komast að rót vandans. Það getur verið vont — prófið bara að fara í íþróttanudd. En öfgafullt fólk hlýtur að berjast fyrir öðru en jafnrétti, sem er mögulega skynsamlegasta hugtak sem ég þekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Bakþankar Skoðanir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar. Öfgar eru oft skilgreindar sem eitthvað sem fer út fyrir skynsamleg mörk. Jafnrétti í eðli sínu fer aldrei út fyrir skynsamleg mörk. Þess vegna er beinlínis hlægilegt að tala um öfgafemínisma. Fólk getur líka alveg verið ósammála, notað gífuryrði og viðrað skoðanir sem stangast á við almennt viðhorf, án þess að öfgar einkenni málflutninginn. Einu sinni þótti eflaust öfgafullt að skrifa um sjálfsfróun, kvennaknattspyrnu og kynlíf samkynhneigðra í víðlesnasta dagblað landsins. En ekki í dag. Þess vegna er furðulegt að sjá hversu auðvelt það er að raska ró fólks og fá það til að hrópa: „Öfgar!" Öfgahópar eru þekktir fyrir flest annað en að senda frá sér ályktanir og ræða málin á netinu. Fólk sem tilheyrir öfgahópum býr ekki heldur til myndaalbúm sem bendir fólki á það sem fólk segir á opinberum vettvangi. Loks þurfa rifrildi á netinu ekki að vera öfgafull. Það á að vera hægt að segja skoðanir sínar án þess að fá á sig stimpil. Þegar Femínistafélag Íslands stofnar vélhjólasamtökin Vagínur MC og byrjar að hafa í hótunum, stunda innbrot og fremja aðra glæpi í þágu málstaðarins, þá verður starfsemin komin út fyrir skynsamleg mörk. Þegar þekkt reðurtákn eins og Smáralind og tittlingurinn sem umlykur Fjölbrautaskólann í Breiðholti (skoðið á korti) verða sprengd í loft upp, þá getum við talað um öfgar. Og þegar þekktum körlum, sem hafa viðrað skoðanir sem hugnast ekki meðlimum Femínistafélagsins, verður rænt og þeir pyntaðir með dynjandi upplestri úr Píkusögum á meðan Run the World (Girls) með Beyoncé ómar úr öflugum hljómflutningstækjum, þá getum við bendlað samtökin við öfgar, þó hugtakið öfgafemínismi verði aldrei til. Fólk ruglar stundum saman því að vera öfgafullur og einfaldlega róttækur. Róttækt fólk vill komast að rót vandans. Það getur verið vont — prófið bara að fara í íþróttanudd. En öfgafullt fólk hlýtur að berjast fyrir öðru en jafnrétti, sem er mögulega skynsamlegasta hugtak sem ég þekki.