Vinkonan í ESB Valborg Ösp Á. Warén skrifar 15. maí 2012 06:00 Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtakanna og í henni var farið yfir muninn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjölskyldan er að greiða mörg hundruð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borgað af mínum lánum við hver mánaðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánaðarlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af húsnæðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju fötunum okkar. Já, eða svona nokkurn veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Stundum velti ég því fyrir mér af hverju ég búi á Íslandi. Einhvern veginn tekst aldrei að gera búsetuskilyrði hér á landi sambærileg við önnur ríki í kringum okkur. Ég á til dæmis vinkonu sem býr í Evrópusambandsríki, en hún keypti sér íbúð þar fyrir nokkrum árum. Ekkert rosalega stóra en „kósí fyrsta íbúð" eins og hún orðaði það sjálf. Ég á líka íbúð sem var keypt fyrir tæpum sex árum og hún er líka svona „kósí fyrsta íbúð". Aðstæður okkar vinkvennanna eru hins vegar ekki svipaðar þegar kemur að eignarhlut í fasteignum okkar eða hvernig þróunin hefur verið á lánagreiðslum. Þó að það sé styttra síðan vinkonan fjárfesti í sinni íbúð þá hafa mánaðargreiðslur hennar lækkað og eignarhlutur hennar hækkað, ekki mikið, en hún eignast allavega hlut í íbúðinni sinni. Staðan er hins vegar önnur hjá mér. Lánið hefur gert lítið annað en að hækka, en það hefur hækkað um tæpar sjö milljónir á sex árum og eignarhlutur minn er stjarnfræðilega lítill, ef hann er nokkur. Svo ofan á allt þetta, þá borgar vinkonan minna í mat og getur keypt sér meira af fötum heldur en ég! En eina af aðalástæðunum fyrir því að húsnæðislán mitt hefur hækkað það mikið að lánið er núna hærra en verðmæti eignarinnar, er hægt að rekja til blessaðrar verðtryggingarinnar. Ég veit ekki með ykkur, en persónulega er ég alveg til í að kveðja verðtrygginguna fyrir fullt og allt og það mun gerast með upptöku evrunnar. Verðtrygging lána er nánast óþekkt fyrirbæri í Evrópu enda talin óþörf. Öðrum þjóðum hefur tekist það sem Íslendingar hafa þráð frá því að seðlar byrjuðu að skipta máli, en það er að búa til sanngjarnt lánakerfi sem býr ekki við sveiflur og hækkanir lána. Fyrir nokkrum árum kom út skýrsla á vegum Neytendasamtakanna og í henni var farið yfir muninn á húsnæðislánum hér á landi og svo í tíu öðrum Evrópuríkjum. Í þessari skýrslu kom fram að það er mun hagstæðara að taka lán í öðrum ríkjum þar sem vextir hér á landi eru allt að sjö prósentum hærri, sem þýðir að meðalfjölskyldan er að greiða mörg hundruð þúsund krónur í vexti á hverju ári. Það er endalaust hægt að tala um sértækt úrræði fyrir heimilin en ég vil lausnir til frambúðar, ég vil geta keypt mér eign og borgað af mínum lánum við hver mánaðamót án þess að lánin hækki um nokkra tugi þúsundkalla mánaðarlega. Með upptöku evrunnar munum við sjá eignarhlut okkar stækka í takt við það sem greitt er af húsnæðislánum. Við munum geta haldið frábær matarboð í íbúðinni sem við eigum eitthvað í og skálað í ódýrara áfengi í fínu, nýju fötunum okkar. Já, eða svona nokkurn veginn.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun