Tannpínusjúklingar nútímans Ingimar Einarsson skrifar 16. maí 2012 06:00 Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðanir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur ástandið í tannheilsumálum þjóðarinnar verið til umræðu á opinberum vettvangi. Á málþingi sem samtökin Barnaheill stóðu nýlega fyrir var yfirskriftin „Heilbrigðar tennur: Mannréttindi eða forréttindi?" Þar kom fram að tannskemmdir meðal barna og unglinga hér á landi eru mun meiri en í nágrannalöndunum og ástandið hefur snarversnað sl. áratug. Það vakti sömuleiðis athygli að þegar Stokkhólmsútibú alþjóðlegu ráðgjafastofunnar „The Boston Consulting Group" skilaði skýrslu sinni til velferðarráðherra haustið 2011 reyndist fjöldi tannlækna á íbúa vera meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Norrænn samanburðurÁrið 2007 réðst Norræna ráðherranefndin í rannsókn á gæðaþróun og öryggi sjúklinga í heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum. Þessi athugun náði m.a. til munn- og tannhirðu íbúa þessa heimshluta. Í skýrslu um niðurstöður hennar er að finna fróðlegar upplýsingar um ástandið í tannheilsumálum íslensku þjóðarinnar samanborið við stöðuna í grannlöndum okkar. Þar kemur fram, eins og sjá má á mynd 1, að tannheilsa 12 ára barna er mun lakari á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Aðrar mælingar og viðmið eins og SiC-viðmiðið eða „Significant Caries Index" segja sömu sögu um tannheilsu barna og unglinga. Tannheilsa aldraðra er heldur ekki góð. Samkvæmt norrænu rannsókninni voru 33% í aldurshópnum 65-74 ára með 20 eða fleiri heilar tennur árið 2007. Í Noregi er þetta hlutfall hæst eða 66%. Sviptingar í tannheilsuMynd 1.Tannheilsa þjóðarinnar var mjög bágborin langt fram eftir 20. öldinni. Halldór Laxness hélt því fram á þriðja áratugnum að tannpínusjúklingar væru stærsti flokkur landsins og undraðist að það skyldi látið viðgangast umtölulaust að stjórnarmeirihlutann skipuðu langþjáðir tannpínumenn. Um miðja öldina voru starfandi 25 tannlæknar í landinu og af þeim voru aðeins 3 starfandi utan suðvesturhornsins. Skólatannlækningar, sem hófust í Reykjavík 1922, efldust á 8. og 9. áratugnum og forvarnir fengu meira vægi í tannlæknaþjónustunni. Á síðustu áratugum aldarinnar var árangur íslenskrar tannheilbrigðisþjónustu orðinn sambærilegur við það sem best gerðist meðal norrænna þjóða. Árið 1996 var tannátustuðull (DMFT) 12 ára barna kominn niður í 1,5 og um aldamótin síðustu þótti því gerlegt að setja sér það markmið að hann yrði orðinn 1,0 árið 2010. Breytt skipulag tannlækninga ásamt breyttu mataræði og lífsháttum hefur orðið til þess að tannheilsa barna og unglinga fer nú þverrandi með hverju árinu sem líður. "Ábyrgð“ á herðar foreldraÍ kjölfar breyttrar löggjafar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga 1990 var foreldrum gert að greiða vaxandi hlut af kostnaði við tannlækningar barna. Álit Samkeppnisráðs árið 1996 um aðgerðir til að tryggja jöfn samkeppnisskilyrði skólatannlækna og einkatannlækna átti sömuleiðis sinn þátt í að skólatannlækningar liðu endanlega undir lok árið 2002. Stjórnvöldum bauðst tækifæri til að draga úr útgjöldum ríkisins vegna tannlækninga og tannlæknar, sem lítinn áhuga höfðu á samningsgerð, skelltu í góm og hafa síðan einbeitt sér að því að veita þeim þjónustu sem geta borgað fyrir hana. Það sem af er þessari öld hafa ekki náðst samningar milli tannlækna og heilbrigðisyfirvalda um fjárframlög hins opinbera til tannlæknaþjónustu. Fyrir utan samninga um forvarnarskoðanir á tönnum 3, 6 og 12 ára barna. Er nú svo komið að Íslendingar greiða sjálfir yfir 80% af tannlæknakostnaði úr eigin vasa. Sá þáttur heilbrigðiskerfisins sem snýr að tannlækningum getur því varla talist af félagslegum toga. Einfaldlega vegna þess að til þess að svo sé mega bein útgjöld einstaklinga aldrei vera það mikil að þau komi í veg fyrir að fólk leiti sér nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Kerfisbreytingar?Það er svo áleitin spurning hvort svipaðar eðlisbreytingar séu að eiga sér stað á öðrum þáttum heilbrigðiskerfisins þegar litið er til þess hvað fólk með alvarleg heilsufarsvandmál er að greiða mikið úr eigin vasa fyrir lyf og heilbrigðisþjónustu. Það er líka freistandi að skilja tilboð um sjúkdómatryggingar dagsins sem eins konar birtingarmynd fyrir það sem hugsanlega gæti gerst í heilbrigðismálum á næstu misserum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun