Framtíðarsýnin breyttist á Sveinstindi 31. maí 2012 23:00 "Það er eins og pólitísk hrossakaup hafi átt sér stað og Reykjanesinu sé fórnað fyrir einhver önnur svæði,“ segir Ellert um rammaáætlun ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum. Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira
Ellert Grétarsson ljósmyndari hefur breyst úr virkjunarsinna í náttúrurverndarsinna og nú vekur hann athygli á fegurð Reykjanessins í nýrri bók. „Ef Reykjanesinu verður breytt í eina samfellda iðnaðarlóð skerðir það alla útivistar- og ferðamöguleika þar fyrir höfuðborgarbúa, heimafólk og gesti. Ríflega 80% erlendra ferðamanna eru hingað komnir til að upplifa ósnortna náttúru, þeir eru ekki að koma til að skoða borstæði og háspennulínur," segir Ellert Grétarsson, ljósmyndari og stuðningsfulltrúi, sem hefur gefið út bókina Reykjanesskagi – Ruslatunnan í Rammaáætlun. Aðallega er um vefútgáfu að ræða sem hefur vakið athygli og viðbrögð og er á slóðinni https://issuu.com/ellertg/docs/nsve1. Í samvinnu við Landvernd var bókin prentuð í litlu upplagi og í gær afhenti Ellert alþingismönnum eintök. „Mig langar að opna augu alþingis- og áhrifamanna á þeirri umhverfisröskun sem áformaðar virkjanir á Reykjanesi mundu valda," segir hann og útskýrir nánar. „Í rammaáætlun ríkisstjórnarinnar eru nítján virkjunarkostir á svæðinu frá Reykjanestá að Þingvallavatni. Þegar er búið að nýta fjóra þeirra með Reykjanes-, Svartsengis-, Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjunum. Sjö aðrir kostir eru settir í orkunýtingarflokk, fimm í biðflokk en aðeins þrír í verndarflokk. Þannig gætu orðið allt að sextán virkjanir eftir endilöngum skaganum. Undir þetta fara vinsæl útivistarsvæði og náttúruperlur og við getum ímyndað okkur öll þau mannvirki sem fylgja svona framkvæmdum. Það verða stöðvarhús, borstæði, hitaveiturör, háspennulínur, skiljuhús og línuvegir sem gerbreyta ásýnd skagans að ekki sé minnst á brennisteinsmengunina sem fylgir. Orka frá gufuaflsvirkjunum er ekki eins hrein og græn eins og sumir vilja halda á lofti." Ellert kveðst hafa verið fylgjandi virkjunum í eina tíð, enda hafi hann búið á Egilsstöðum þegar framkvæmdir við Kárahnjúka hófust. „Ég var á þeirri línu að virkjanir væru undirstaða lífs í landinu og að virkja bæri sem mest og víðast. Hneykslaðist á lattelepjandi lopapeysukommum sem vildu helst að við lifðum á fjallagrösum og ljóðagerð. Svo flutti ég suður 2006 og endurnýjaði kynni mín af blaðamennsku. Þá voru virkjunarmál mikið í umræðunni og til að vera hlutlaus fannst mér ég verða að skoða þau svæði sem talað var um að virkja. Sumarið 2007 stóð ég uppi á Sveinstindi við Langasjó og þar bara kom eitthvað yfir mig. Ég breyttist úr hægri sinnuðum virkjanaaðdáanda í vinstri sinnaðan náttúruverndarmann. Þetta var svona U-beygja. Síðan hef ég farið fótgangandi um fleiri væntanleg virkjunarsvæði og því meira sem ég kynnist þeim því harðari verð ég í afstöðu minni. Ég er ekki orðinn alveg eins og Ómar Ragnarsson en það stefnir í það." gun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Sjá meira