Stelpurnar okkar sáu aldrei til sólar í Úkraínu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2012 06:00 Karen og stöllur hennar náðu engum takti í sóknarleikinn. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim." Olís-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið lék gegn Úkraínu ytra í gær í hreinum úrslitaleik um laust sæti á EM. Íslenska liðið varð að vinna leikinn með þremur mörkum til þess að komast á EM í Hollandi en það átti aldrei að vera því íslenska liðið átti undir högg að sækja allan leikinn. Þegar upp var staðið vann Úkraína með tveimur mörkum, 22-20, en liðið var lengi vel með þriggja til fimm marka forskot. Íslenska liðið átti ekki sinn besta dag. Sóknarleikurinn hörmulegur allan tímann og klaufaskapurinn oft mikill. Stelpurnar voru í raun sjálfum sér verstar og áttu ekkert skilið úr þessum leik nema markvörðurinn Guðný Jenný sem átti frábæran leik. „Varnarleikurinn var slakur framan af en frábær í seinni. Það vantaði mikla áræðni í sóknina og svo förum við illa með góð færi á mikilvægum augnablikum. Fyrst og fremst erum við að spila undir getu og það gengur ekki á útivelli gegn Úkraínu," sagði landsliðsþjálfarinn Ágúst Þór Jóhannsson hundsvekktur eftir leikinn. „Við fengum ekki mörk utan af velli og það gengur ekki upp. Við nálguðumst þær en náðum aldrei að stíga skrefið til fulls." Ísland tapaði einnig fyrri leiknum gegn Úkraínu á heimavelli og Ágúst vill meina að þar hafi draumurinn um EM farið. „EM-draumurinn fer þar. Við mættum ekki tilbúnar í þann leik en hann áttum við að vinna. Góður sigur þar hefði fleytt okkur á EM." Íslenska liðið var búið að fara á tvö stórmót í röð og því nokkuð áfall að missa af næsta móti. „Það er samt margt gott í þessu og liðið að spila vel. Það er mikið af spennandi verkefnum fram undan og við verðum að einbeita okkur að þeim."
Olís-deild kvenna Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita