...að vita meira í dag en í gær Birna Þórarinsdóttir skrifar 8. júní 2012 06:00 Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir réttum mánuði var Evrópudeginum 9. maí fagnað víða um álfu – einnig á Íslandi. Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, stóð þá fyrir ýmsum viðburðum þar sem eitthvað var í boði fyrir alla. Dagskráin spannaði breitt svið enda snýst Evrópusambandið um svo margt annað og meira en bara það sem ber hæst í fréttum hverju sinni. Varðveisla og stuðningur við fjölbreytileika evrópskrar menningar er eitt af helstu áhersluatriðum ESB eins og fjölmargir Íslendingar þekkja af eigin raun. Því var sérstaklega ánægjulegt að ljúka Evrópuvikunni með húsfylli og frábærri stemningu í Hörpu á tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur og European Jazz Orchestra. Markmiðið með Evrópuvikunni var að vekja athygli, umræðu og vonandi áhuga á málefnum Evrópu. Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál. Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar. Þannig gefst kjörið tækifæri í dag til að kynnast fjölmiðlun í Evrópu og á Íslandi á spennandi málþingi í Háskólanum á Akureyri (HA), sem er skipulagt af HA, fimm ára útskriftarnemum úr Fjölmiðlafræði við HA og Evrópustofu. Málþingið hefst kl. 13.00 og eru allir velkomnir. Það er full ástæða til að hvetja alla Íslendinga til að kynna sér Evrópumálin og íhuga til fullnustu kosti og galla mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu. Evrópustofa, ásamt fjölda annarra og fjölbreyttra upplýsingamiðla, eru til staðar fyrir þig.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar