Gönguferð á skógarstíg Brynhildur Björnsdóttir skrifar 9. júní 2012 06:00 Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Undanfarnar vikur hef ég fengið fjölda ánægjulegra ástæðna til að fara í göngutúr um stíginn minn; endurfundir í gagnfræðaskólanum mínum, grunnskólinn átti stórafmæli, stórfjölskyldan hittist í stúdentaútskrift og svo áttu menntaskólavinirnir einstaka stund á fimmtudagskvöldið til að minnast félaga sem fór frá okkur allt of snemma. Við öll þessi tækifæri var litið yfir farinn veg og mér fannst ég fá tækifæri til að njóta eða takast á við fortíðina og meta og endurmeta aðstæður, atvik og samskipti í ljósi reynslu og tíma. Það er nefnilega svo skrítið hvernig hægt er að skellihlæja að háalvarlegum hlutum árum eða áratugum síðar, hvernig hægt er að faðma gamla kærastann, sem var grátið yfir í heilt ár, af engu nema væntumþykju, sættast við og fyrirgefa hrekkjusvíninu og biðja gömlu frænku afsökunar á því að hafa komið full í sextugsafmælið hennar. Hvernig sorg dofnar, reiði dvínar, gleðin magnast, eins og hvað var rosalega gaman að taka strætó heim eftir busavígsluna, eða nei manstu ekki, okkur var ekki hleypt inn út af öllu slorinu og við urðum að labba, haha og manstu hvað var kalt? Alvara lífsins eins og það að einhver þoli mann ekki og hvernig hver sagði hvað við hvern um hvað hvenær. Sú staðreynd að annar vettlingurinn er enn þá týndur. Þeir sem ég hitti á þessum stíg, það sem ég á með þeim, þeir sem þekkja mig, muna hvernig ég var, sjá hvernig ég er, þekkja muninn. Auðvitað er ekki hægt að fyrirgefa allt og kannski engin ástæða til þess heldur. En tíminn gefur oft nýtt sjónarhorn, stundum dregur fjarlægðin fram hliðar, liti og áferð sem nálægðin við atburðina getur ekki gefið, ekkert frekar en hægt er að lýsa fíl sem stígur á tærnar á þér. Sumarið er tími ættarmóta, hátíða á heimaslóð, grillveislu með góðum vinum. Skógarferða þar sem má finna það sem raunverulega skiptir máli. Fólkið sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór
Fortíðin er skógur og í gegnum hann liggur stígur. Stundum er þægilegt, ákjósanlegt eða jafnvel bráðnauðsynlegt að beygja út af hraðbrautinni og leggja á þennan stíg. Eftir stígnum er hægt að rölta rólega, hlaupa, jafnvel hjólaskauta, stökkva og fela sig inni í runna ef einhver eða eitthvað birtist sem ekki er gaman að hitta, þótt það borgi sig nú oftast að mæta því, fara á trúnó við þá sem verða á stíg manns eða bara stoppa við bekk, hvíla sig og hugsa málið. Undanfarnar vikur hef ég fengið fjölda ánægjulegra ástæðna til að fara í göngutúr um stíginn minn; endurfundir í gagnfræðaskólanum mínum, grunnskólinn átti stórafmæli, stórfjölskyldan hittist í stúdentaútskrift og svo áttu menntaskólavinirnir einstaka stund á fimmtudagskvöldið til að minnast félaga sem fór frá okkur allt of snemma. Við öll þessi tækifæri var litið yfir farinn veg og mér fannst ég fá tækifæri til að njóta eða takast á við fortíðina og meta og endurmeta aðstæður, atvik og samskipti í ljósi reynslu og tíma. Það er nefnilega svo skrítið hvernig hægt er að skellihlæja að háalvarlegum hlutum árum eða áratugum síðar, hvernig hægt er að faðma gamla kærastann, sem var grátið yfir í heilt ár, af engu nema væntumþykju, sættast við og fyrirgefa hrekkjusvíninu og biðja gömlu frænku afsökunar á því að hafa komið full í sextugsafmælið hennar. Hvernig sorg dofnar, reiði dvínar, gleðin magnast, eins og hvað var rosalega gaman að taka strætó heim eftir busavígsluna, eða nei manstu ekki, okkur var ekki hleypt inn út af öllu slorinu og við urðum að labba, haha og manstu hvað var kalt? Alvara lífsins eins og það að einhver þoli mann ekki og hvernig hver sagði hvað við hvern um hvað hvenær. Sú staðreynd að annar vettlingurinn er enn þá týndur. Þeir sem ég hitti á þessum stíg, það sem ég á með þeim, þeir sem þekkja mig, muna hvernig ég var, sjá hvernig ég er, þekkja muninn. Auðvitað er ekki hægt að fyrirgefa allt og kannski engin ástæða til þess heldur. En tíminn gefur oft nýtt sjónarhorn, stundum dregur fjarlægðin fram hliðar, liti og áferð sem nálægðin við atburðina getur ekki gefið, ekkert frekar en hægt er að lýsa fíl sem stígur á tærnar á þér. Sumarið er tími ættarmóta, hátíða á heimaslóð, grillveislu með góðum vinum. Skógarferða þar sem má finna það sem raunverulega skiptir máli. Fólkið sitt.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun