Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga 12. júní 2012 08:00 Lifðu Skiltunum var komið fyrir við fjölfarnar götur af útsendurum Zo-On Iceland. Myndbandi var hlaðið upp á Youtube sem sýndi mennina festa skiltin. Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira