Hraðfréttirnar í Kastljósið 14. júní 2012 09:00 Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, umsjónamenn Hraðfrétta, ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og verða meðal annars sem vikuleg innslög í Kastljósi frá og með næsta hausti. Fréttablaðið/anton „Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
„Ég er bara virkilega spenntur yfir þessu og auðvitað smá stressaður líka," segir Benedikt Valsson annar umsjónamaður Hraðfrétta sem hann sér um ásamt Fannari Sveinssyni en félagarnir ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og Kastljós í haust. Hraðfréttir slógu í gegn á vefvarpi Mbl.is síðastliðinn vetur en þar fóru þeir Benedikt og Fannar yfir atburði líðandi stundar á methraða. Benedikt segir að velgegni þáttana hafi komið þeim í opna skjöldu þó að vissulega hafi þeir vitað að grínið mundi hitta í mark hjá ákveðnum hóp. „Velgengnin fór fram úr öllum væntingum svo þegar við höfðum lokið við 10 þætti á vefnum fóru ákveðnar þreifingar af stað um framhaldið," segir Benedikt og viðurkennir að þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi samt ekki komið annað til greina þegar Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, hafði samband í vor. „Það er ákveðinn draumur að rætast að komast loksins að hjá fjölmiðlahöllinni, eins og við kjósum að kalla Efstaleitið." Það má segja að þeir Fannar og Benedikt verði áberandi næsta haust. Hraðfréttir verða með 3-4 mínutna innslög í Kastljósi á hverjum föstudegi og fer fyrsti þátturinn í loftið í október. Ásamt því birtast þættirnir á vefnum Rúv.is en einnig verða Benedikt og Fannar með þátt á Rás 2. „Það má segja að við séum að sölsa undir okkur miðlana. Við höfum verið að grínast með það að nú verðum við að finna eitthvert blað til að skrifa í til að fullkomna þetta," segir Benedikt sem nemur stjórnmála- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands en starfar sem flugþjónn í sumar. Fannar er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem hann meðal annars er hægri hönd Gunnars Sigurðssonar í þáttunum Gunnar á Völlum. Ár er síðan félagarnir, sem einnig eru sambýlingar, fengu hugmyndina að Hraðfréttum. „Okkur fannst þetta sniðug hugmynd, eins konar óður til amerískrar fréttamennsku, þar sem allt er stutt, frekar brjálað og æst þannig að klippt er á viðmælendur í miðju viðtali," segir Benedikt sem hlakkar til að hefjast handa og útbúa Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra landsmanna. alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira