Agnarsmár vágestur veldur miklum skaða 15. júní 2012 07:00 komið og farið Svona er víða um að litast í görðum fólks.mynd/erling ólafsson Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Smávaxið fiðrildi, birkikemba, hefur náð undraverðri útbreiðslu á stuttum tíma. Ummerki þessa nýbúa má víða merkja í görðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar en skýrasta merkið um heimsókn þess eru sölnuð birkilauf sem víða eru mjög greinileg. Erling Ólafsson, dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, vekur athygli á mikilli útbreiðslu birkikembu á pödduvef NÍ í gær, en það er veglegur upplýsingabanki um skordýr hvers konar sem hann á veg og vanda af. Í viðtali við Fréttablaðið segir Erling að fjölgun fiðrildisins í vor veki athygli. „Þetta er eiginlega eins og þegar kínversk raketta springur. Í vor fór fólk í fyrsta skipti að hringja og spyrja hvers kyns væri enda hægt að sjá stóra hópa af fiðrildinu, til dæmis á veggjum húsa. Þau eru mjög smávaxin og eitt og eitt vekur enga athygli. En þegar þau skipta tugum, eins og í vor, fer þetta ekkert á milli mála." Erling segir að birkikembu hafi fyrst orðið vart í Hveragerði árið 2005. Nú í vor var ljóst orðið að birkikembunni hafði vaxið mjög ásmegin og fannst víða í Reykjavík og suður í Hafnarfjörð. Auk þess var hún mætt til leiks í trjárækt Skógræktar ríkisins að Mógilsá í Kollafirði og í görðum á Selfossi. „Ummerkin á trjánum, brúnir uppblásnir laufbelgir, eru einkennandi fyrir birkikembu. Hér er sennilega mætt til leiks tegund sem á eftir að fjölga sér hratt á komandi árum og dreifast út víðar um garða og trjáræktir, jafnvel í náttúrulega birkiskóga," segir Erling. Halldór Sverrisson, plöntusjúkdómafræðingur hjá Skógrækt ríkisins, segir erfitt að tímasetja aðgerðir gegn fiðrildinu, enda ráðist það af vorveðrinu. Í ár hafi snemma orðið vart við birkikembu, enda veður víða milt. Hins vegar sé ljóst að lítið verður að gert þetta árið. Hann telur að hefðbundin alhliða skordýraeitur komi helst til álita til að uppræta fiðrildið í görðum, en er ekki trúaður á sápur og önnur vistvænni úrræði. svavar@frettabladid.isMynd/Erling ólafsson
Fréttir Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira