Þjálfari Þórs/KA: Við vorum kærulausar og lélegar Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2012 06:30 Eyjastúlkur fögnuðu á Akureyri í gær og fóru heim með öll þrjú stigin. fréttablaðið/anton ÍBV vann frábæran sigur á Þór/KA, 4-1, á Þórsvellinum í gær og varð því fyrsta liðið til að leggja topplið Þórs/KA að velli í sumar. Eyjastúlkur réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. ÍBV komst upp í þriðja sætið með sigrinum og er aðeins einu stigi á eftir Þór/KA og Stjörnunni sem verma toppsætið saman. „Við vorum bara svakalega kærulausar og alls ekki tilbúnar í þennan leik," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Eyjaliðið er gríðarlega sterkt og við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur, þess vegna er ég virkilega svekktur hvernig við nálguðumst þennan leik. Ég vildi óska þess að sannleikurinn væri sá að ÍBV hefði komið okkur eitthvað á óvart en svo var ekki, við vorum einfaldlega lélegar." Jóhann segir að með tapinu sé eitt af markmiðum liðsins fokið út um gluggann. „Það var markmiðið að tapa ekki einum einasta leik á heimavelli á tímabilinu og því er þetta svekkjandi. Núna sést úr hverju liðið er gert og hvernig við ætlum okkur að svara þessu tapi. Við þurfum að sýna samheldni og karakter og þá hef ég engar áhyggjur. Það geta fimm lið unnið deildina í ár og þetta verður hörð barátta alveg fram í lokaumferðina," sagði Jóhann og bætir við að hans lið ætli ekki að gefa eftir. „Ég held að ekkert lið eigi eftir að stinga af þar sem mörg lið eiga eftir að hirða stig hvort af öðru í sumar. Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni allt tímabilið og höfum alla burði til að landa þessum Íslandsmeistaratitli." Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
ÍBV vann frábæran sigur á Þór/KA, 4-1, á Þórsvellinum í gær og varð því fyrsta liðið til að leggja topplið Þórs/KA að velli í sumar. Eyjastúlkur réðu lögum og lofum í leiknum og var sigurinn aldrei í hættu. ÍBV komst upp í þriðja sætið með sigrinum og er aðeins einu stigi á eftir Þór/KA og Stjörnunni sem verma toppsætið saman. „Við vorum bara svakalega kærulausar og alls ekki tilbúnar í þennan leik," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Eyjaliðið er gríðarlega sterkt og við vissum alveg að þetta yrði erfiður leikur, þess vegna er ég virkilega svekktur hvernig við nálguðumst þennan leik. Ég vildi óska þess að sannleikurinn væri sá að ÍBV hefði komið okkur eitthvað á óvart en svo var ekki, við vorum einfaldlega lélegar." Jóhann segir að með tapinu sé eitt af markmiðum liðsins fokið út um gluggann. „Það var markmiðið að tapa ekki einum einasta leik á heimavelli á tímabilinu og því er þetta svekkjandi. Núna sést úr hverju liðið er gert og hvernig við ætlum okkur að svara þessu tapi. Við þurfum að sýna samheldni og karakter og þá hef ég engar áhyggjur. Það geta fimm lið unnið deildina í ár og þetta verður hörð barátta alveg fram í lokaumferðina," sagði Jóhann og bætir við að hans lið ætli ekki að gefa eftir. „Ég held að ekkert lið eigi eftir að stinga af þar sem mörg lið eiga eftir að hirða stig hvort af öðru í sumar. Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni allt tímabilið og höfum alla burði til að landa þessum Íslandsmeistaratitli."
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira