Skattgreiðendur urðu ekki fyrir tjóni Illugi Gunnarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun