Ríkissjóður okkar og annarra Steingrímur J. Sigfússon skrifar 2. ágúst 2012 06:00 Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Alvarlegar horfur í efnahagslífi fjölmargra Evrópulanda eiga ekki síst rætur sínar að rekja til þungrar skuldabyrði og hallareksturs ríkissjóða. Margir telja að komið sé að ystu mörkum þess sem viðkomandi ríki muni ráða við og svigrúm þeirra til aðgerða gagnvart efnahagskreppunni að sama skapi takmarkað. Er svo komið meira að segja að þrefalt A lánshæfismat best settu ríkjanna er ekki lengur talið öruggt. Í samanburði við flest ef ekki öll lönd Evrópu voru áhrif efnahagsáfallanna 2008 mun svakalegri á hagkerfi okkar Íslendinga. Áhrifin á afkomu ríkissjóðs voru geigvænleg en þar varð viðsnúningur frá nokkurra prósenta afgangi í yfir hátt í 14% halla í einni andrá í lok árs 2008. Eins og allir þekkja munaði þar mest um gjaldþrot Seðlabanka Íslands upp á tæplega 200 mia. kr. Frá hruni hefur gríðarmikið áunnist í rekstri ríkissjóðs, en fyrir því hefur vissulega verið haft. Á þessu ári gerir spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ráð fyrir að frumjöfnuður, rekstur ríkisins að undanskildum fjármagnskostnaði, verði orðinn jákvæður upp á 1,3%. Er viðsnúningurinn á frumjöfnuði þá orðinn á annan tug prósenta á fjórum árum. Þessi árangur hefur vakið umtalsverða athygli enda fáar hliðstæður að finna.Alvarleg staða í Bretlandi og Bandaríkjunum Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði er um margt athygliverð. Ef horft er til stöndugra landa með sjálfstæðan gjaldmiðil eins og Bretlands og Bandaríkjanna þá er á árinu 2012 gert ráð fyrir halla á frumjöfnuði upp á 5,3% í Bretlandi og 6,1% í Bandaríkjunum en meðaltalshalli þróaðra hagkerfa er rúmlega 3% samkvæmt gagnagrunni AGS. Á evrusvæðinu er engu ríki spáð betri afkomu á ríkissjóði sínum en Íslandi en ríkið sem kemst næst því er Þýskaland sem er þekkt fyrir sinn agaða ríkisrekstur. Í samanburði við Norðurlöndin kemur Ísland líka vel út að þessu leyti. Noregur er að vísu í sérflokki í slíkum samanburði enda hafa þeir lítt orðið varir við kreppu en ef litið er til Svíþjóðar (-1,1%), Danmerkur (-5,5%) og Finnlands (-2%) þá er staða Íslands vænleg. Umræða um ríkisfjármál á Íslandi virðist stundum lifa sínum eigin einangraða veruleika. Tvennt er þó ljóst. Hér hefur mikill árangur náðst og að það skiptir sköpum. Hallarekstur og skuldasöfnun er ávísun á minni velferð fyrir börnin okkar, reikningur sendur inn í framtíðina.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar