Valkostur í stjórnarskrármálinu 30. ágúst 2012 06:00 Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar. Sjálfur leitaðist ég við að svara spurningunni á þá leið að hollusta við grunngildi núverandi stjórnarskrár væri mikilvægari en setning nýrrar og áferðarfallegri stjórnarskrár. Þótt yfirvegaðar breytingar á afmörkuðum atriðum stjórnarskrárinnar væru af hinu góða (og það væru vissulega atriði í íslenskri stjórnskipun sem færa mættu til betri vegar) gegndi öðru máli um „stjórnskipulega óvissuferð" á umbrotatímum. Slíkri vegferð kynni að lykta með því að stjórnarskránni yrði í heild sinni varpað fyrir róða með ófyrirséðum afleiðingum. Nú, rúmlega þremur árum síðar eftir birtingu framangreindrar greinar, liggur fyrir frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sem felur í sér breytingar á velflestum ef ekki öllum meginatriðum íslenskrar stjórnskipunar, jafnvel á sumum sem ekki hafa valdið sérstökum ágreiningi. Þótt ætluð áhrif breytinganna, sem sumar hverjar eru róttækar, hafi lítt verið könnuð og hin nýja stjórnskipun sé í raun þokukennd þegar litið er á frumvarpið í heild, hefur verið ákveðið að frumvarpið verði borið undir atkvæði þjóðarinnar 20. október nk. í ráðgefandi atkvæðagreiðslu. Þar sem vilji núverandi ríkisstjórnar virðist standa til þess að frumvarpið verði samþykkt fyrir næstu kosningar til Alþingis getur það alls ekki talist fjarstæðukennt að frumvarp Stjórnlagaráðs verði, með eða án einhverra breytinga, samþykkt sem stjórnskipunarlög á næsta kjörtímabili. Það er því löngu tímabært að frumvarp Stjórnlagaráðs sé tekið og rætt af fullri alvöru. Eins og stjórnarskrármálið liggur fyrir á þessari stundu kann svo að virðast að valkostirnir séu aðeins tveir: Að sætta sig við óbreytta stjórnarskrá og stjórnskipulega stöðnun eða samþykkja frumvarp stjórnlagaráðs og þá hugsanlega með einhverjum breytingum. Þá leið að nálgast endurskoðun stjórnarskrárinnar með meiri varkárni og yfirvegun en leiðir af frumvarpi Stjórnlagaráðs hefur vissulega borið á góma með almennum hætti. Að mínum dómi hefur það hins vegar háð umræðunni um þetta mál að ekki hafa komið fram nánar útfærðar hugmyndir um hvernig slík stjórnarskrártillaga gæti litið út. Úr þessu höfum við Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, séð okkur knúna til að bæta með því að birta opinberlega heildstæða tillögu að endurskoðaðri stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt skýringum. Tillaga okkar að endurskoðaðri stjórnarskrá er að meginstefnu byggð á atriðum sem hafa verið til umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa hlotið nokkuð rækilega athugun. Jafnframt er hér um að ræða atriði, þar sem veruleg samstaða ríkir um breytingar, en sneitt hjá þeim þáttum sem sætt hafa ágreiningi. Hér er því ekki endilega um að ræða einhvers konar draumastjórnarskrá tveggja háskólamanna heldur tilraun til þess að festa hendur á þeim breytingum sem um ríkir víðtæk samstaða. Von okkar er sú að tillagan verði uppbyggilegt framlag til umræðu um stjórnarskrármál á komandi misserum. Tillagan, ásamt skýringum, er birt á vefsíðunni Stjornskipun.is.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun