Gegn fátækt Þorvaldur Gylfason skrifar 20. september 2012 06:00 Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Fátækt er ranglát, einkum gagnvart bjargarvana börnum, sem ráða engu um afkomu sína. En fátækt fer minnkandi um allan heim. Baráttan gegn fátæktinni hefur borið árangur. Um þennan árangur má hafa margt til marks. Sárasta fátækt líða þeir, sem þurfa að draga fram lífið á 1,25 Bandaríkjadollurum á dag eða minna. Alþjóðabankinn hefur fylgzt með þessum hópi frá 1981. Fyrir 30 árum þurftu þrír af hverjum fjórum íbúum Austur-Asíu að gera sér að góðu 1,25 dollara á dag, en nú er hlutfallið komið niður í einn af hverjum sjö. Í Suður-Asíu þurftu sex af hverjum tíu að láta sér duga 1,25 dollara á dag 1981, en nú er hlutfallið komið niður í röskan þriðjung. Í Suður-Ameríku hefur allra fátækasta fólkinu fækkað úr 12% af mannfjöldanum 1981 niður í 6% 2008. Framsóknin hefur verið hægari í Afríku. Þar lifðu 52% mannfjöldans á 1,25 dollurum á dag eða minna fyrir 30 árum, en nú er hlutfallið 48%. Afríka hefur rétt úr kútnum síðustu ár. Sum þeirra landa, sem búa við mestan hagvöxt nú, eru í Afríku. Botsvana á heimsmet í hagvexti frá 1965. Hagtölur segja þó ekki nema hálfa söguna um árangurinn af baráttunni við fátækt. Nýfætt barn í Kína 1960 gat vænzt þess að ná 43 ára aldri. Nú getur kínverskur hvítvoðungur vænzt þess að verða 73 ára. Meðalævin í Kína hefur því lengzt um 30 ár á hálfri öld eða um röska sjö mánuði á ári. Það er bylting. Í Indlandi hefur meðalævin lengzt úr 42 árum 1960 í 65 ár 2010 eða um næstum sex mánuði á ári. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að þriðjungur mannkyns á heima í Indlandi og Kína. Betri hagstjórn og frjálsari viðskipti eiga ríkan þátt í þessum umskiptum þar og víða annars staðar. Þróunarsamvinna hefur gert gagn. Þróunarsamvinnustofnun Íslands vinnur gott og þarft verk.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar