Fatlaðir fá að velja aðstoðarfólk 25. september 2012 06:00 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt. „Gert er ráð fyrir að viðkomandi upplýsi kjörstjórnina um óskir sínar hvað þetta snertir einn og án viðveru nokkurs annars. Að því búnu fær aðstoðarmaður hans að koma með honum í kjörklefann." Ögmundur segir að geti viðkomandi ekki tjáð sig sjálfur um ósk sína fái hann aðstoð umboðsmanns fatlaðra við að gefa út skriflega yfirlýsingu um vilja sinn. „Það er einstaklingurinn sem hefur endanlegt val og þegar hann kemur ósk sinni á framfæri er hann einn og enginn með honum. Það er gert til að gæta að því að hann verði ekki fyrir neinum þrýstingi, en valið er algjörlega hans." Ögmundur segir frumvarpið unnið í góðri sátt við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Blindrafélagið. ÖBÍ kærði framkvæmd forsetakosninganna í sumar, þar sem fatlaðir fengu ekki að velja sér aðstoðarmann, en Hæstiréttur hafnaði kærunni. „Ég vona að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu þingsins svo hægt sé að nýta lögin við kosningar um stjórnarskrá sem fram fara 20. október," segir Ögmundur.- kóp Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mælir í vikunni fyrir lagabreytingu sem gerir fötluðum kleift að velja sér aðstoðarfólk við kosningar. Hann segir að grundvallarreglan verði sú að kjörstjórnir aðstoði þá sem ekki geta kosið, en ef fatlaður einstaklingur vilji sjálfur velja sér aðstoðarmann sé honum það heimilt. „Gert er ráð fyrir að viðkomandi upplýsi kjörstjórnina um óskir sínar hvað þetta snertir einn og án viðveru nokkurs annars. Að því búnu fær aðstoðarmaður hans að koma með honum í kjörklefann." Ögmundur segir að geti viðkomandi ekki tjáð sig sjálfur um ósk sína fái hann aðstoð umboðsmanns fatlaðra við að gefa út skriflega yfirlýsingu um vilja sinn. „Það er einstaklingurinn sem hefur endanlegt val og þegar hann kemur ósk sinni á framfæri er hann einn og enginn með honum. Það er gert til að gæta að því að hann verði ekki fyrir neinum þrýstingi, en valið er algjörlega hans." Ögmundur segir frumvarpið unnið í góðri sátt við Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) og Blindrafélagið. ÖBÍ kærði framkvæmd forsetakosninganna í sumar, þar sem fatlaðir fengu ekki að velja sér aðstoðarmann, en Hæstiréttur hafnaði kærunni. „Ég vona að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu þingsins svo hægt sé að nýta lögin við kosningar um stjórnarskrá sem fram fara 20. október," segir Ögmundur.- kóp
Fréttir Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira