Nýjungagjarnir rokkarar 27. september 2012 10:00 forsprakki Matt Bellamy er forsprakki ensku hljómsveitarinnar Muse.nordicphotos/Getty Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Sjötta hljóðversplata Muse heitir 2nd Law og kemur út eftir helgi. Þar blanda Matt Bellamy og félagar saman hinum ýmsu tónlistarstefnum í eina stóra epík. Upptökur á sjöttu hljóðversplötu enska rokktríósins Muse hófust í London í september í fyrra. Eins og á þeirri síðustu, The Resistance sem kom út 2009, sáu Matt Bellamy og félagar sjálfir um upptökustjórn. The Resistance vakti mikla lukku víða um heim og fór á toppinn í nítján löndum, þar á meðal í Bretlandi, en þriðja sætið varð hlutskiptið í Bandaríkjunum. Á Grammy-verðlaunahátíðinni þar í landi var hún jafnframt valin besta rokkplatan. Marga aðdáendur Muse rak í rogastans þegar þeir heyrðu fyrsta lagið af 2nd Law á netinu, Unsustainable, þar sem dubstep-áhrif voru mikil. Lagið er samt ekki lýsandi fyrir plötuna því alls konar straumar og stefnur einkenna hana án þess þó að Muse-hljómurinn hverfi nokkurn tímann sjónum. Fyrsta smáskífulagið, Madness, hafði reyndar að geyma smá dubstep-bassa en minnti annars óneitanlega mikið á Queen. Muse hefur einmitt iðulega verið líkt við þá vinsælu sveit. Á 2nd Law er einnig hið epíska Survival, sem var opinbert lag Ólympíuleikanna sem voru haldnir í London í sumar. Sjálfur hefur Bellamy látið hafa eftir sér að á plötunni sé að finna elektrópopp, hefðbundið rokk og sinfóníutónlist. Í raun hljómi hún eins og þrjár mismunandi hljómsveitir séu að spila á henni ef ekki væri fyrir röddina hans. Einnig segir hann nýjungagirni einkenna Muse og að meðlimir hennar séu ófeimnir við að víkka út sjóndeildarhringinn með hverri plötunni. Fleira athyglisvert við 2nd Law er að tvö lög eru alfarið eftir bassaleikarann Chris Wolstenholm og syngur hann þau bæði, auk þess sem hjartsláttur úr ófæddum syni Bellamy er saumaður inn í lagið Follow Me. Söngvarinn tók upp hjartsláttinn með iPhone-síma rétt áður en unnusta hans, leikkonan Kate Hudson, ól soninn. Muse fylgir 2nd Law eftir með tónleikaferð um Evrópu sem hefst í London á sunnudaginn og lýkur í desember. Þegar er uppselt á tónleika sveitarinnar í Ósló 5. desember en sveitin stígur í framhaldinu á svið í Svíþjóð og Finnlandi. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira