Hagstjórnarmistök að lækka skuldir? Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Skoðanir Mest lesið Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu. Eitt helsta hagræna vandamál Íslands í dag eru gríðarlegar skuldir heimilanna. Þetta heyrum við frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem og helstu hagfræðingum landsins. Framsóknarflokkurinn hefur allt frá síðustu kosningum lagt áherslu á að koma heimilum í skuldavanda til hjálpar og hefur nú komið fram með nýja tillögu sem gengur út á það að skattkerfið verði nýtt til að grynnka á þessum skuldum. Framsókn leggur til að hluti afborgana fasteignalána verði frádráttarbær frá tekjuskatti og skattaafslátturinn verði lagður beint inn á höfuðstól viðkomandi fasteignaláns. Ef niðurstaðan verður sú að afslátturinn eigi að vera 20% af 100 þúsundum eru 20 þúsund kr. greiddar inn á höfuðstólinn sem þá lækkar um þá upphæð. Við teljum eðlilegt að meðfram þessu færi lánveitandi höfuðstól lánsins niður í 100% af fasteignamati þar sem heimtur lána verði betri og þar af leiðir minni afföll fyrir lánveitanda þegar upp er staðið. Með þessu móti skapast jákvæður hvati fyrir fólk til að standa í skilum með lán sín og betri staða heimilanna leiðir til meiri veltu í samfélaginu. Flestir sjá að þessi þróun væri hagfræðilega jákvæð fyrir Ísland. Þessi tillaga Framsóknar hefur sem fyrr segir fengið þá gagnrýni að kosta ríkissjóð alltof mikið. Enn og aftur leiðum við hugann að því hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað kostar að hafa heimilin stöðugt áfram í fjárhagslegri spennitreyju? Réttast er að skoða alla þessa þætti áður en skrifuð eru vanhugsuð orð með pennann að vopni. Fyrirtæki, bankar og stóreignamenn hafa hingað til notið úrlausna í sínum skuldavandræðum. Það er okkar trú og stefna að nú sé komið að fólkinu í landinu.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun