Samkeppnisstaða ferðaþjónustunnar Erna Hauksdóttir skrifar 10. október 2012 00:00 Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í íslenskri ferðaþjónustu ríkir nú óvissa og kvíði vegna þess að í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um að virðisaukaskattur á gistingu skuli hækka úr 7% í 25,5% frá og með 1. maí nk. Þessi hækkun virðisaukaskatts leiðir til 17,3% hækkunar verðs og í skýrslu KPMG, sem unnin var fyrir Samtök ferðaþjónustunnar, er gert ráð fyrir að erlendum ferðamönnum muni við þá verðhækkun fækka um 8,6%. Þar að auki er ljóst að þeir hópar sem viðkvæmastir eru fyrir verði eru oft þeir sem mesta þjónustu kaupa sbr. ráðstefnur og hvataferðir. Það er því líklegt að tekjur lækki meira en farþegafjöldinn segir til um. Í fjárlagafrumvarpinu er einnig gert ráð fyrir afnámi vörugjaldalækkunar sem bílaleigur hafa getað nýtt sér frá árinu 2000 og hafa leitt til þess að í dag nota 41% allra erlendra ferðamanna bílaleigubíl og hefur með því móti verið hægt að dreifa ferðamönnum um allt land. Minni fyrirtæki, sem geta ekki tekið á móti rútuhópum, treysta alfarið á ferðamenn á bílaleigubílum. Þessi aukna dreifing ferðamanna um landið hefur verið mikið hreyfiafl og aukið þjónustustig og atvinnu í flestum byggðum landsins. Gert er ráð fyrir 20% samdrætti í fjölda bílaleigubíla vegna þessa. Alger óvissa ríkir um allt þetta þar til fjárlög verða samþykkt í desember. Þessi óvissutími er aðalsölutímabil ferðaþjónustunnar og verða fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja á ferðinni á öllum helstu kaupstefnum heimsins án þess að vita hvort verðlag muni stórhækka á næsta ári eða ekki. Fólk í ferðaþjónustu trúir því ekki að meirihluti þingmanna muni samþykkja að gefa ferðaþjónustunni þennan skell nú þegar hún er að ná sér á strik, skilar sífellt meiri tekjum og sér fram á að aukin arðsemi geti skilað sér í vöruþróun, auknum gæðum og endurnýjun. Með þessari hækkun verður þeirri framtíðarsýn svipt burt. Í Morgunblaðinu 27. september sl. skrifar utanríkisráðherra í ágætri grein „fjárfestar fælast sveiflur og óöryggi og þeir sækja í stöðugt umhverfi". Undir þetta tekur ferðaþjónustan. Helsta ósk fyrirtækjanna er einmitt að geta rekið fyrirtæki sín í stöðugu og öruggu umhverfi. Í ferðaþjónustu eru gerðir samningar um verð með löngum fyrirvara og vörur og þjónusta verðlögð í bæklingum sem sendir eru út um allan heim. Það hefur alltaf verið lögð áhersla á það við stjórnvöld hverju sinni að allar breytingar á sköttum og gjöldum þurfi að liggja fyrir a.m.k. 20 mánuðum áður en þær eiga að taka gildi. Það vekur athygli að Ísland hefur óskað eftir því við Evrópusambandið að við hugsanlega inngöngu verði 5 ára aðlögun á tekjumissi vegna áfengissölu. Það er einmitt slík aðlögun sem ferðaþjónustan óskar eftir. Fyrirliggjandi er nefnilega gerbreyting á öllum rekstrarforsendum fyrirtækjanna. Auk stöðugleika kalla fyrirtækin á að vera samkeppnishæf við nágrannalönd. Það er athyglisvert að skoða virðisaukaskatt í Evrópu. Meðalvirðisaukaskattur á gistingu þar er 10%. Sá hæsti er í Danmörku, 25%, en mikill samdráttur er í danskri ferðaþjónustu og kenna Danir háum virðisaukaskatti um, sérstaklega þegar nágrannalönd hafa verið að lækka skattinn og taka þar með til sín aukna markaðshlutdeild. Þjóðverjar lækkuðu virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í 7% árið 2010 þegar kreppa fór að í Evrópu til að missa ekki viðskiptin yfir til Frakklands og annarra nágrannalanda sem voru og eru á því róli. Það hefur orðið mikil aukning gistinátta í Þýskalandi síðan þessi lækkun varð. Finnar stórlækkuðu virðisaukaskatt á veitingahús 2010 og hafa aukið markaðshlutdeild sína eftir það. Allt þetta sýnir okkur hversu miklu skiptir að skatturinn sé hóflegur og í samræmi við löndin í kringum okkur. Samtök ferðaþjónustunnar hafa boðið fram aðstoð við að finna auknar tekjur í ríkissjóð og hafa m.a. bent á gríðarlegan fjölda leyfislausra fyrirtækja og mikla svarta atvinnustarfsemi sem hefur fengið að blómstra óáreitt. Það yrði vænlegra fyrir alla að þessum málum verði komið í lag í staðinn fyrir að skattpína heiðarleg fyrirtæki út af markaðnum.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun